Sarpur fyrir apríl, 2017

Flokkur fólksins boðar framboð í borgarstjórnarkosningunum

FlokkurfolksInga Sæland formaður Flokks fólksins boðar framboð flokksins í til borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Þá verði skoðað hvort bjóða eigi fram undir merkjum flokksins í fleiri sveitarfélögum. Þetta kom fram í viðtali við Ingu á Rás 1 í gærmorgun. Flokkur fólksins hlaut 3,5% fylgi á landsvísu í alþingiskosningunum í haust. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hlaut flokkurinn samtals 2.935 atkvæði sem gæti nægt til að ná inn einum manni þar sem að 15. borgarfulltrúinn var með 2.933 atkvæði á bak við sig í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Sósíalistaflokkur Íslands verður stofnaður 1.maí

SosialistaflokkurSósíalistaflokkur Íslands, óstofnað stjórnmálaafl hefur opnað vefsíðu þar sem fram koma helstu stefnumál auk skráningarsíðu, en gert er ráð fyrir að flokkurinn verði formlega stofnaður 1. maí n.k. „Sósíalistaflokkur Íslands er stjórnmálaflokkur almennings á Íslandi. Markmið hans er samfélag frelsis, jöfnuðar, mannhelgi og samkenndar. Þessi markmið nást eingöngu með því að færa völdin í hendur fólksins í landinu.“ segir á vefsíðunni.

Forsvarsmenn Sósíalistaflokks Íslands eru Gunnar Smári Egilsson fv.ritstjóri Fréttatímans og Pressunnar og einn af stofnendum Fréttablaðsins, Eintaks, Morgunpóstsins og Nyhedsavisen í Danmörku, Ragnar Öndunarson fv. forstjóri MasterCard og Mikael Torfason rithöfundur og fv.ritstjóri.

Færðu inn athugasemd

Boða framboð til borgarstjórnarkosninga

islenskathjodÞrátt fyrir að ríflega ár sé til næstu sveitarstjórnarkosninga sem haldnar verða 26. maí 2018 hefur Íslenska þjóðfylkingin lýst því yfir að flokkurinn muni bjóða fram í Reykjavík. Í ályktun sem samþykkt var á landsfundi flokksins segir: „Íslenska þjóðfylkingin lýsir yfir að hún mun bjóða fram í komandi borgar­stjórnar­kosningu. Það verður lögð áhersla á að aftur­kalla lóð undir mosku­byggingu; viðhaldi gatna verði komið í viðun­andi horf; stuðlað verði að upp­byggingu á félags­legu húsnæði með því að lóða­kostnaður verði einungis samkvæmt útlögðum kostnaði.“

Færðu inn athugasemd