Sarpur fyrir janúar, 2017

Ný ríkisstjórn tekur við á morgun

Ný ríkistjórn, ráðuneyti Bjarna Benediktssonar, tekur að öllum líkindum við á morgun. Hún verður þannig skipuð:

Sjálfstæðisflokkur: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Gunnarsson samgöngu-, sveitarstjórnar- og byggðamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Að auki verður Unnur Brá Konráðsdóttir forseti þingsins.

Viðreisn: Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra.

Björt framtíð: Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

100 ár frá stofnun fyrsta ráðuneytisins

4. janúar 1917 tók ráðuneyti Jóns Magnússonar við völdum og varð hann þar með fyrsti forsætisráðherrann en hann fór einnig með dómsmál. Auk hans settust í stjórnina Björn Kristjánsson fjármálaráðherra og Sigurður Jónsson frá Ystafelli sem var atvinnumálaráðherra. Jón var í Heimastjórnarflokknum, Björn í Sjálfstæðisflokknum og Sigurður í Framsóknarflokknum. Björn lét af embætti 28. ágúst 1917 og þá tók við Sigurður Eggerz við embætti fjármálaráðherra.

Færðu inn athugasemd