Árið 2016

Viðburðaríku ári í kosningasögu landsins er senn að ljúka. Kosinn var nýr forseti og nýtt þing eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Í nýársávarpi sínu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson forseti að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Í beinu framhaldi af því fóru fréttir um framboð að berast auk þess sem margir veltu fyrir sér framboðum. Á þriðja tug einstaklinga lýstu yfir framboði á einhverjum tímapunkti en meira en helmingur dró framboð sitt til baka eða náði ekki tilskildum fjölda meðmælenda. Meðal þeirra sem lýstu yfir framboði og hættu við var Ólafur Ragnar Grímsson. Á kjörseðlinum voru að lokum 9 nöfn en Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur sigraði með ríflega 39% atkvæði. Næstur honum kom Halla Tómasdóttir fjárfestir með tæp 28%. Sjá nánar.

Í apríl var sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra af sér og við tók ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Jafnframt var ákveðið að kosningar færu fram í október. Tólf framboð buðu fram þar af þrjú ný. Það voru Viðreisn, Flokkur fólksins og Íslenska þjóðfylkingin. Úrslit urðu þau að Sjálfstæðisflokkur hlaut 21 þingsæti, Vinstrihreyfingin grænt framboð 10, Píratar 10, Framsóknarflokkur 8, Viðreisn 7, Björt framtíð 4 og Samfylking 3. Sjá nánar.

Af þeim sem kjörnir voru á þing voru 31 endurkjörinn, 3 komu inn á þing að nýju en 29 höfðu ekki setið áður á þingi. Af þeim sem sátu áður á þingi gáfu 18 ekki kost á sér til endurkjörs, 5 fengu ekki þann framgang í prófkjörum eða uppstillingu sem þeir væntu og 9 féllu í kosningunum sjálfum.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: