Tæpustu þingmennirnir

Nei þessir færsla fjallar ekki um hvaða þingmenn eru tæpastir á taugum eða einhverju öðru. Hann fjallar um hvaða þingmenn komust naumlegast inn.

  1. Halldóra Mogensen Pírötum í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vinstrihreyfinguna grænt framboð vantaði aðeins 28 atkvæði til að fella hana og koma sínum 11. manni að, Iðunni Garðarsdóttur. Sömuleiðis vantaði Samfylkinguna 87 atkvæði til að koma Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að  og Bjarta framtíð 147 atkvæði til að koma Sigrúnu Gunnarsdóttur að.
  2. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Framsóknarflokki í Reykjavíkurkjördæmi suður var tæpust inn. Hún var með 2.564 atkvæði á bak við sig en næst kom Nicole Leigh Mosty hjá Bjartri framtíð með 2.518 atkvæði. Aðeins munaði því 46 atkvæðum. Nicole náði kjöri sem jöfunarmaður.
  3. Jóna Sólveig Elínardóttir Bjartri framtíð í Suðurkjördæmi var 258 atkvæðum á undan Oddnýju G. Harðardóttur Samfylkingu. Oddný náði kjöri sem jöfunarmaður.
  4. Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokki í Norðvesturkjördæmi. Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Bjarna Jónsson í 2. sæti vantaði 269 atkvæði til að fella hann.
  5. Logi Már Einarsson Samfylkingu í Norðausturkjördæmi. Viðreisn og Benedikt Jóhannesson vantaði 334 atkvæði til að fella hann. Benedikt náði kjöri sem jöfunarmaður.
  6. Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi. Viðreisn og Jón Steindór Valdimarsson vantaði 363 atkvæði til að fella hann. Jón Steindór náði kjöri sem jöfnunarmaður. Sjálfstæðisflokkur hefði ekki á rétt á jöfnunarmanni og því hefði Vilhjálmur fallið.
Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: