Sarpur fyrir nóvember, 2016

Með fleiri en 100 útstrikanir

Eftirtaldir 16 einstaklingar hlutu meira en 100 útstrikanir í kosningunum á laugardaginn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarfl. NA 817 17,99%
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn SV 563 8,21%
Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarfl. NV 371 10,65%
Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisfl. SV 274 1,52%
Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisfl. SV 205 1,14%
Birgitta Jónsdóttir Píratar RN 198 2,98%
Eygló Þóra Harðardóttir Framsóknarfl. SV 172 4,23%
Jón Gunnarsson Sjálfstæðisfl. SV 172 0,95%
Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisfl. SU 168 1,97%
Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisfl. RN 161 1,89%
Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænir NA 155 3,41%
Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisfl. SV 141 0,78%
Björn Valur Gíslason Vinstri grænir NA 127 2,80%
Óli Björn Kárason Sjálfstæðisfl. SV 125 0,69%
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisfl. RN 123 1,44%
Ólöf Nordal Sjálfstæðisfl. RS 111 1,24%

Færðu inn athugasemd

Sigmundur Davíð var strikaður út á 18% atkvæðaseðla

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson efsti maður á lista Framsóknarflokksins var strikaður út á 817 atkvæðaseðlum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Það mun þó ekki hafa áhrif á röðun listans. Þá hlutu Steingrímur J. Sigfússon og Björn Valur Gíslason Vinstrihreyfingunni grænu framboði 155 og 127 útstrikanir hvor. Heildarlisti yfir útstrikanir er að finna á síðu fyrir kosningarnar í Norðausturkjördæmi 2016.

Færðu inn athugasemd

Tæpustu þingmennirnir

Nei þessir færsla fjallar ekki um hvaða þingmenn eru tæpastir á taugum eða einhverju öðru. Hann fjallar um hvaða þingmenn komust naumlegast inn.

  1. Halldóra Mogensen Pírötum í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vinstrihreyfinguna grænt framboð vantaði aðeins 28 atkvæði til að fella hana og koma sínum 11. manni að, Iðunni Garðarsdóttur. Sömuleiðis vantaði Samfylkinguna 87 atkvæði til að koma Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að  og Bjarta framtíð 147 atkvæði til að koma Sigrúnu Gunnarsdóttur að.
  2. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Framsóknarflokki í Reykjavíkurkjördæmi suður var tæpust inn. Hún var með 2.564 atkvæði á bak við sig en næst kom Nicole Leigh Mosty hjá Bjartri framtíð með 2.518 atkvæði. Aðeins munaði því 46 atkvæðum. Nicole náði kjöri sem jöfunarmaður.
  3. Jóna Sólveig Elínardóttir Bjartri framtíð í Suðurkjördæmi var 258 atkvæðum á undan Oddnýju G. Harðardóttur Samfylkingu. Oddný náði kjöri sem jöfunarmaður.
  4. Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokki í Norðvesturkjördæmi. Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Bjarna Jónsson í 2. sæti vantaði 269 atkvæði til að fella hann.
  5. Logi Már Einarsson Samfylkingu í Norðausturkjördæmi. Viðreisn og Benedikt Jóhannesson vantaði 334 atkvæði til að fella hann. Benedikt náði kjöri sem jöfunarmaður.
  6. Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi. Viðreisn og Jón Steindór Valdimarsson vantaði 363 atkvæði til að fella hann. Jón Steindór náði kjöri sem jöfnunarmaður. Sjálfstæðisflokkur hefði ekki á rétt á jöfnunarmanni og því hefði Vilhjálmur fallið.

Færðu inn athugasemd