Heildarúrslit kosninganna og skoðanakannanir

kosn2016Úrslit alþingiskosninganna í gær eru orðin ljós og hafa birst í fjölmiðlum. Hér að neðan eru þau borin saman við skoðanakannanirnar sem birtust tvo síðustu dagana. Skoðanakannanir 365 miðla sem birtust í Fréttablaðinu og Stöð2 var með minnsta heildarfrávikið, 8,9%. Gallup var með 12,2% í heildarfrávik, MMR með 13,4% og Félagsvísindastofnun með 17,0%. Athyglisvert er hversu frávikið er mikið en líklega hefur það að einhverju leiti með tímalengd kannana að gera og að allnokkrar breytingar hafi orðið á afstöðu fólks eftir að hugmynd um ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar voru kynntar.

  • Sjálfstæðisflokkur 29,0% – 21 þingmann – Sjálfstæðisflokkurinn fékk meira fylgi en allar kannanir höfðu gert ráð fyrir. Næst komust Gallup og 365 miðlar. Hjá MMR munaði 4% og 6,5% hjá Félagsvísindastofnun.
  • Vinstrihreyfingin grænt framboð 15,9% – 10 þingmenn – VG hlaut aðeins minna fylgi en kannanir gerðu ráð fyrir.
  • Píratar 14,5% – 10 þingmenn – Píratar fengu miklu minna fylgi en kannanir gerðu ráð fyrir. Gallup og 365 miðlar voru næst þessu en þó munaði 3,5% hjá þeim. MMR ofmat þá um 6% og Félagsvísindastofnun um 6,7%.
  • Framsóknarflokkur 11,5% – 8 þingmenn – Framsóknarflokkur hlaut betri kosningu en kannanir gáfu til kynna nema MMR sem var á pari. 365 miðlar og Félagsvísindastofnun vanmátu flokkinn um 1,5% og Gallup um 2%.
  • Viðreisn 10,5% – 7 þingmenn – 365 miðlar voru með fylgi Viðreisnar á pari. Hjá Félagsvísindastofnun munaði 0,9%, en 1,6% og 1,7% hjá MMR og Gallup.
  • Björt framtíð 7,2% – 4 þingmenn – Björt framtíð var vanmetin um hálft prósent hjá öllum nema 365 miðlum sem vanmátu flokkinn um tæpt prósent.
  • Samfylkingin 5,7% – 3 þingmenn – Stöð2 og Félagsvísindastofnun mátu flokkinn rétt. MMR ofmat hann um 0,4% og Gallup um 1,7%.
  • Þeir flokkar sem fengu ekki kjörna þingmenn: Flokkur fólksins 3,5%, Dögun 1,7, Alþýðufylkingin 0,3%, Íslenska þjóðfylkingin 0,2% og Húmanistaflokkurinn 0,0%.
Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: