Könnun í Fréttablaðinu

frb2016-10-26Fréttablaðið birtir í morgun skoðnanakönnun sem gerð var dagana 24.-25. október. Ef samanburður er gerður við þrjá síðustu kannanir þar á undan sem er könnun MMR frá 14. október, Fréttablaðsins frá 19. október, Félagsvísindastofnunar frá 21.október kemur eftirfarandi í ljós:

  • Sjálfstæðisflokkur 25,1% – 17 þingmenn – um er að ræða bestu könnun flokksins. Heldur betri en könnun Fréttablaðsins og mun betri en hinar tvær.
  • Píratar 20,3% – 14 þingmenn – svipað og í fyrri könnun Fréttablaðsins og könnun MMR en lægra en í könnun Félagsvísindastofnunar.
  • Vinstri grænir 16,4% – 11 þingmenn – heldur lakara en í tveimur síðustu könnunum en betra en í könnun MMR fyrir 10 dögum.
  • Framsóknarflokkur 11,2% – 7 þingmenn – besta könnun flokkins af þessum fjórum.
  • Viðreisn 10,8% – 7 þingmenn – mun betri útkoma en í könnunum Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar en á svipuðum stað og í könnun MMR.
  • Samfylkingin 6% – 4 þingmenn – svipuð útkoma og í síðustu könnunum en mun lakari niðurstaða en í könnun MMR fyrir 10 dögum.
  • Björt framtíð 5,1% – 3 þingmenn – lakasta niðurstaða flokksins í könnunum fjórum en flokkurinn hefur tapað fylgi í hverri könnun og nú kominn niður undir 5%.
  • Aðrir flokkar mældust samtals með 5,1%.

frb2016-10-26Fyrir stjórnarmyndun þýðir þetta að möguleg ríkisstjórn Pírata, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar mælist með 32 þingsæti og hefði því eins manns meirihluta. Fyrir utan að Björt framtíð er aðeins með 5,1% og því orðin tæp á því að fá jöfnunarsæti. Eins og áður er ekki möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn en nokkrir möguleikar eru hins vegar á þriggja flokka stjórnum en þeir verða alltaf að innihalda tvo af þeim þremur flokkum sem mælast stærstir.

 

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: