Könnun frá MMR

mmr-fylgiÍ dag birtist skoðanakönnun frá MMR. Könnunin var gerð á tímabilinu 19.-26. október og er því með heldur lengra tímabil undir en könnun Fréttablaðsins í morgun. Ef þessi könnun er borin saman við þrjá síðustu kannanir sem hafa birst, þ.e. kannanir Fréttablaðsins 26. og 19. október og könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist 21.10 kemur eftirfarandi í ljós:

  • Sjálfstæðisflokkur 21,9% – 15 þingmenn – sem er svipað og í könnun Félagsvísindastofnuanr frá því fyrir helgi, en mun lægra en í Fréttablaðskönnunum.
  • Píratar 19,1% – 13 þingmenn – lægsta mæling Pírata en þó lítið lægri en Fréttablaðskannanirnar en nokkru undir könnun Félagsvísindastofnunar.
  • Vinstrihreyfingin grænt framboð 16% – 11 þingmenn – lægsta könnunin af þessum þremur en þó á svipuðum nótum og Fréttablaðskönnunin. Mun lægra en í Fréttablaðskönnuninni fyrir viku og hjá Félagsvísindastofnun.
  • Framsóknarflokkur 10% – 7 þingmenn – aðeins lægra en í Fréttablaðskönnun í morgun en hærra en mælingar í síðustu viku.
  • Viðreisn 9,3% – 6 þingmenn – Á svipuðum stað og síðustu kannanir en mun hærra en í Fréttablaðskönnuninni fyrir viku.
  • Björt framtíð 8,8% – 6 þingmenn – heldur hærra fylgi en í síðustu viku og mun meira en í könnun Fréttablaðsins í morgun.
  • Samfylkingin 7,6% – 5 þingmenn – aðeins meira fylgi en í síðustu þremur könnunum.
  • Flokkur fólksins mælist með 3,4%, Dögun 1,6%, Íslenska þjóðfylkingin 1,5% og aðrir 0,8%. Undir öðrum eru m.a. Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn.

mmr-mennVarðandi ríkisstjórnarmyndun að þá er engin tveggja flokka stjórn í myndunum og ekki hægt að mynda þriggja flokka stjórn nema að Sjálfstæðisflokkur kæmi að henni. Samstjórn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartar framtíðar, sem þreifingar hafa staðið um, myndi samkvæmt þessu fá 35 þingmenn og hefði því aðeins ríflegri meirihluta en könnun Fréttablaðsins í morgun gaf til kynna.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: