Jöfunarsæti verða þingsæti

jofnunarmennÍ dag verður farið yfir hvernig jöfnunarsæti verða að þingsætum einstakra framboða og kjördæma. Í yfirferð á sunnudag var farið yfir hvernig jöfunarsæti skiptust á milli framboða í kosningunum 2003. Sjá mynd hér til hægri.

Jöfunarsæti skiptast þannig á milli kjördæma að það er eitt jöfunarsæti í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Tvö jöfnunarsæti eru í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður.

Til að finna út hvaða einstaklingar ná kjöri eru búnir til listar fyrir hvert það framboð sem fékk kjörinn jöfunarmann. Ef tekið er dæmi af B-lista þá fékk flokkurinn 2 þingmenn í Norðvesturkjördæmi og 21,68% næsti maður flokksins er því þriðji maður og hlutfallstala hans 21,68%/3=7,23%. Í Norðausturkjördæmi hlaut flokkurinn 4 þingmenn og 32,77%. Fimmti maður í því kjördæmi er því með 6,55% á bak við sig. Í kjördæmunum sem hafa tvö jöfunarsæti þarf að reikna tvö sæti. Sem dæmi að þá fékk B-listi 14,91% í Suðvesturkjördæmi og einn þingmann og þurfti því að reikna fyrir annan og þriðja mann B-listans. Full tafla fyrir þetta lítur þannig út:

B-listi D-listi F-listi S-listi V-listi
SU 7,90% R-N 8,88% NV 7,12% R-S 8,33% NA 7,06%
SV 7,46% NA 7,84% SV 6,75% NA 7,78% SV 6,24%
NV 7,23% SV 7,68% R-S 6,64% NV 7,74% NV 5,31%
NA 6,55% R-S 7,61% NA 5,64% SU 7,42% R-N 4,89%
R-N 5,81% NV 7,39% R-N 5,54% R-N 7,25% SU 4,66%
R-S 5,67% SU 7,30% SU 4,37% R-S 6,66% R-S 4,66%
SV 4,97% R-N 7,10% SV 3,37% SV 6,55% R-N 3,26%
R-N 3,87% SV 6,40% R-S 3,32% R-N 6,05% SV 3,12%
R-S 3,78% R-S 6,34% R-N 2,77% SV 5,46% R-S 3,11%

1.sæti – F-listi – NV 7,12%
F-listi hlaut 1. jöfunarmann og því hlýtur þeirra efsti maður 1.sætið. Norðvesturkjördæmi hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun.
2.sæti – F-listi – SV 6,75%
F-listi hefur hlotið fulla tölu þingmanna og koma ekki fleiri frambjóðendur af þeirra hálfu til greina.
3.sæti – V-listi – NA 7,06%
Norðvesturkjördæmi hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun. V-listi hefur hlotið fulla tölu þingmanna og koma ekki fleiri frambjóðendur af þeirra hálfu til greina.
Tafla eftir þessa úthlutun lítur þannig út:

B-listi D-listi F-listi S-listi V-listi
SU 7,90% R-N 8,88% R-S 8,33%
SV 7,46% SV 7,68% SU 7,42%
R-N 5,81% R-S 7,61% R-N 7,25%
R-S 5,67% SU 7,30% R-S 6,66%
R-N 3,87% R-N 7,10% SV 6,55%
R-S 3,78% R-S 6,34% R-N 6,05%

4.sæti – D-listi – R-N 8,88%
5.sæti – S-listi – R-S 8,33%
6.sæti – D-listi – SV 7,68%
Suðvesturkjördæmi hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun.
Tafla eftir þessa úthlutun lítur þannig út:

B-listi D-listi F-listi S-listi V-listi
SU 7,90% R-S 7,61% SU 7,42%
R-N 5,81% SU 7,30% R-N 7,25%
R-S 5,67% R-N 7,10% R-S 6,66%

7.sæti – S-listi – SU 7,42%
Suðurkjördæmi hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun. S-listi hefur hlotið fulla tölu þingmanna og koma ekki fleiri frambjóðendur af þeirra hálfu til greina.
8.sæti – D-listi – R-S 7,61%
Reykjavíkurkjördæmi norður hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun. D-listi hefur hlotið fulla tölu þingmanna og koma ekki fleiri frambjóðendur af þeirra hálfu til greina.
9.sæti – B-listi – R-N 5,81%
Eina kjördæmið sem er með laust sæti og því fær frambjóðandi B-listans í kjördæminu það sæti.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: