Úthlutun jöfnunarsæta til framboða

kosn2016Í framhaldi af grein um úthlutun kjördæmissæta kemur hér útskýring á úthlutun jöfnunarsæta, stundum nefnd uppbótarsæti, milli framboða. Jöfnunarsæti eru níu og bætast við þau 54 sem úthlutað er miðað við úrslit í hverju kjördæmi. Þau eru tengd við kjördæmi. Eitt sæti fylgir Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi en tvö sæti Suðvesturkjördæmi og hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyir sig. Tilgangur með jöfnunarsætum að flokkar fái sem þingsæti í sem bestu hlutfalli við atkvæðafjölda.

uppbot03Til að framboð eigi rétt á því að koma til álita við úthlutun jöfunarsæta þarf það að ná 5% gildra atkvæða á landsvísu. Ekki er rétt sem fram hefur komið að flokkur þurfi að bjóða
fram í öllum kjördæmum eins og fram hefur komið. Það gefur hins vegar auga leið að það er auðveldara að ná 5% markinu ef flokkur býður alls staðar fram.
jofnunarmennTil að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Dæmið er frá kosningunum 2003. Þá náðu fimm flokkar yfir 5% markið. B-listi var með 11 kjördæmakjörna þingmenn, D-listi 19, F-listi 2, S-listi 18 og V-listi 4. Næsti maður B-lista er þannig með 2707 atkvæði á bak við 12. mann sinn á með að D-listi er með 3.085 atkvæði á bak við sinn 20. mann, F-listi með 4.508 á bak við 3. mann o.s.frv. Þeir sem náðu kjöri eru skyggðir í efri töflunni og röð þeirra er í töflunni til hliðar. Þar sést að F-listinn á tvo efstu jöfnunarmenninna og næstur kemur jöfnunarmaður V-lista enda er það oftast þannig að atkvæði minni flokka nýtast ver við úthlutun kjördæmissæta.

Í þessum kosningunum vantaði F-lista 13 atkvæði til að fella B-lista manninn sem var síðastur inn og koma sínum fimmta manni inn. Sömuleiðis vantaði V-lista 114 atkvæði til að koma að sínum sjötta manni að og S-lista 147 atkvæði til að koma sínum 21.manni að.

Í næstu grein verður að lokum farið yfir hvernig þingsæti skiptast niður á kjördæmi út frá þessum reglum.

 

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: