Útreikningur kjördæmissæta

kosn2016Þegar kosið er til fulltrúasamkomu eins og Alþingis er eitt mikilvægasta atriðið hvernig atkvæðum er breytt í þingmenn. Eitthvað virðast reglur um útreikning á kjördæmakjörnum þingmönnum þvælast fyrir sumum þeim fjölmiðlum sem hafa verið að birta skoðanakannanir að undanförnu. Í þessu dæmi eru notaðar niðurstöður úr kjördæmakönnum 365 miðla í Suðurkjördæmi. Hlutfallstölum hefur verið breytt í atkvæði og fjöldi gildra atkvæða úr forsetakosningunum í júní notuð sem viðmið.

utreikningurEfst á myndinni eru útreiknaðar niðurstöður úr könnuninni. Þar sést að A-listi er með 1517 atkvæði, B-listi 5270 o.s.frv. Til að finna út hversu mörg atkvæði hver frambjóðandi er með að baki sér er atkvæðatala listans tekin og deilt í hana með sætistölu viðkomandi frambjóðanda. Þannig er 1.maður A-lista með 1517 atkvæði á bak við sig, 2. maður A-lista með helminginn af því 758,5 atkvæði, 3.maður með þriðjunginn og svo áfram – sjá mynd.

uthlutunÍ framhaldi af þessum útreikningi er hægt að úthluta þingsætum. Í Suðurkjördæmi eru níu þingsæti. Flest atkvæði á bak við sig er 1.maður D-lista með 7891 atkvæði og verður hann þá fyrsti þingmaður kjördæmisins. Næstur honum er 1.maður B-lista með 5270 atkvæði og síðan 2.maður D-lista með 3945,5 atkvæði. Þetta gengur síðan svona koll af kolli þar til að níu sætum hefur verið úthlutað. Í myndinni að ofan eru þau sæti skyggð sem ná kjöri miðað við þessar forsendur. Níundi og síðasti þingmaðurinn yrði því 1.maður S-lista með 1876 atkvæði. Til fróðleiks eru sæti 10. 11. og 12. sett inn til að sýna hversu mörg atkvæði þeir hafa á bak við sig sem eru næstir inn. Það segir hins vegar ekki til um hversu mörg atkvæði einstök framboð vantar til að ná fleiri þingmönnum eða ná inn kjörnum þingmönnum til að komast að því þarf að taka atkvæðatölu þess þingmanns sem er síðastur inn. Í þessu tilfelli er það 1.maður S-lista vantarsem er með 1876 atkvæði á bak við sig.

Í þessu dæmi vantar 2.mann á V-lista 128 atkvæði til að fella 1. mann S-lista. Það reiknast þannig: 1876 x 2-3624=128. Talan 1876 er fjöldi atkvæða á bak við síðasta þingmanninn, 2 er sætistala næsta manns V-lista og 3624 er heildarfjöldi atkvæða V-lista. Sömuleiðis vantar P-lista þá 230 atkvæði til að koma sínum öðrum manni að, B-lista vantar 358 til að koma sínum þriðja manni að og A-lista 359 atkvæði til að koma sínum efsta manni inn.

Síðar verður vikið að því hvernig útreikningur jöfnunarsæta fer fram.

 

 

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: