Könnun frá Félagsvísindastofnun

Morgunblaðið birtir í dag könnun frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Könnunin var gerð 6.-12. október. Ef horft er til annarra kannana sem birst hafa undanfarna viku að þá er þetta lélegasta mæling Sjálfstæðisflokksins sem er kominn niður í 21,5% og fengi samkvæmt könnuninni 15 þingmenn. Píratar halda sömuleiðis áfram að lækka og mælast nú með 17,5% sem myndi skila þeim 12 þingsætum. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með mun meira fylgi en í undanförnum könnunum eða 17,7% og fengi 12 þingmenn eins og Píratar. Fjórði stærsti flokkurinn er síðan Viðreisn sem mælist með 11,4% en það er  svipað og í könnun Gallup frá því í gær og myndi skila 8 þingmönnum. Framsóknarflokkurinn mælist 8,6% og 6 þingmenn. Björt framtíð er með 7,7% og 5 þingmenn en allar kannanir í þessari viku hafa staðfest flokkinn fyrir ofan 5%. Samfylkingin er síðan sjöundi stærsti flokkurinn með 6,9% sem myndi skila 5 þingsætum.

fel14-10-fylgi

Önnur framboð mælast með minna fylgi. Stærst af þeim er Flokkur fólksins sem mælist með 3%, Íslenska þjóðfylkingin með 2,7%, Dögun með 1,9%, Alþýðufylkingin með 0,8% og Húmanistaflokkurinn með 0,1%.

fel14-10-menn

Samkvæmt þessari könnun er engin tveggja flokka stjórn í kortunum. Núverandi stjórnarandstaða, Píratar, VG, Björt framtíð og Samfylking eru samtals með 34 þingsæti og gætuð myndað meirihluta.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: