Könnun í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birtir í dag könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var 10.og 11. október. Sjálfstæðisflokkurinn fær minna fylgi en í könnun Félagsvísindastofnunar sem birt var fyrir helgi og í könnun sem birt var á Stöð 2 í gærkvöldi. Píratar eru heldur sterkari. Ekki munar miklu á öðrum flokkum nema hvað að Björt framtíð er að sækja í sig veðrið samkvæmt þessum tölum. Niðurstöðurnar má sjá á myndunum hér að neðan.

frb-fylgi

Ef þingsætum er skipt eftir þessum tölum fá Sjálfstæðisflokkur og Píratar 16 sæti, Vinstri grænir 10, Framsóknarflokkur 6, Viðreisn, Samfylking og Björt framtíð 5 sæti hver flokkur.

frb-menn

Eina tveggja flokka stjórnin sem er í spilunum væri því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata sem styddist við eins manns meirihluta. Sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur eða Píratar myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki en sú stjórn myndi einnig styðjast við eins manns meirihluta. Fjögurra flokka stjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka á Alþingi gæti myndað stjórn og hefði 36 þingæti á bak við sig.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: