Skoðanakönnun á Stöð 2

Stöð 2 birti skoðanakönnun á fylgi flokkanna á landsvísu og fyrir Norðvesturkjördæmi í kjördæmaþætti stöðvarinnar fyrir Norðvesturkjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi skiptist fylgið þannig:

  • Björt framtíð 2,6%
  • Framsóknarflokkur 23,8% – 2 þingsæti – Gunnar Bragi Sveinsson og Elsa Lára Arnardóttir
  • Viðreisn 1,5%
  • Sjálfstæðisflokkur 25,0% – 2 þingsæti – Haraldur Benediktsson og Þórdís Reykfjörð
  • Píratar 17,2% – 1 þingsæti – Eva Pandóra Baldursdóttir
  • Samfylking 9,0% – 1 þingsæti – Guðjón Brjánsson
  • Vinstri grænir 15,3% – 1 þingsæti – Lilja Rafney Magnúsdóttir

Guðjón Brjánsson Samfylkingu er síðastur inn samkvæmt þessari könnun með 9%.  Pírata vantar innan við 1% til að fella Guðjón og koma sínum öðrum manni, Gunnari Guðmundssyni að. Sjálfstæðisflokkninn vantar 2% til að fella Guðjón og koma Teiti Birni Einarssyni að.

Á myndinni hér að neðan er fylgi flokkanna á landsvísu í samanburði við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. október sl.

stod2fylgi

Báðar kannanirnar mæla Sjálfstæðisflokkinn áberandi stærstan með 26-28% fylgi og Pírata næst stærsta með um 20%. Þá mæla báðir aðilar Framsóknarflokkinn með um 10-11% fylgi og Samfylkinguna með 6,5%-7,5%. Nokkur munur er á fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboð sem mældist með 16,5% hjá Félagsvísindastofnun en með 14% í könnun Stöðvar 2. Mestur munur er hins vegar á fylgi Viðreisnar sem mældist með 11,7% hjá Félagsvísindastofnun en aðeins 7,3% hjá Stöð 2. Mestu skiptir munur á fylgi Bjartrar framtíðar sem mældist með 4% hjá Félagsvísindastofnun en 5,6% hjá Stöð 2 sem þýðir að flokkurinn fengi þingsæti þó hann næði engum kjördæmakjörnum manni. Skipting þingsæta yrði þá þannig:

stod2menn

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: