Frestur til að skrá listabókstaf rennur út á hádegi

kosn2016Flokkar eða stjórnmálasamtök sem ekki hafa skráðan listabókstaf en hyggjast bjóða fram í alþingiskosningunum 29. október þurfa að skila inn gögnum til innanríkisráðuneytisins ekki seinna en á hádegi í dag. Aðeins er vitað um ein stjórnmálasamtök, Lýðræðisflokkinn sem stofnaður var í síðustu viku, sem hafa lýst yfir framboði en hefur ekki verið úthlutað listabókstaf.

Þeir flokkar sem ætla að bjóða fram og eru með listabókstaf eru: A-listi Bjartar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar, F-Flokks fólksins, H-listi Húmanistaflokksins, P-listi Pírata, R-listi Alþýðufylkingarinnar, S-listi Samfylkingarinnar, T-listi Dögunar og V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

Færðu inn athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.