Könnun frá Félagsvísindastofnun

Morgunblaðið birtir í dag niðurstöðu úr könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi þeirra flokka sem að bjóða fram í alþingiskosningunum 29. október n.k. Um er að ræða tiltölulega stóra könnun og ætti því marktækni hennar að vera nokkur. Skipting fylgis á milli flokkanna er sem hér segir:

felvis20161007

Skipting þingmanna yrði þá þessi skv.útreikningum ritstjóra vefsins:

felvis20161007th

*Ath. Morgunblaðið reiknar með að Píratar fái 15 þingmenn skv.þessari könnun og Framsóknarflokkurinn 6. Morgunblaðið skiptir þingmönnum niður á kjördæmi og þá lítur myndin svona út. Hafa þarf í huga að ekki er gerður greinarmunur á uppbótarþingmönnum og kjördæmakjörnum þingmönnum.

R-S R-N SV NV NA SU Alls
D 3 3 4 3 2 3 18
P 2 3 4 2 2 2 15
V 3 2 2 1 2 2 12
C 2 2 1 1 1 1 8
B 1 1 1 1 2 6
S 1 1 2 4
Alls 11 11 13 8 10 10 63

Ríkisstjórnin fengi samkvæmt þessu 25 þingsæti og nyti ekki lengur meirihlutastuðnings. Núverandi minnihluti á Alþingi myndi hins vegar ekki heldur getað myndað ríkisstjórn en samanlagður þingstyrkur Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar eru 30 þingsæti. Eina tveggja flokka stjórnin sem yrði möguleg væri samstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata en hún myndi styðjast við eins manns meirihluta. Sjálfstæðisflokkur gæti myndað þriggja flokka stjórn í öllum mögulegum myndum nema með Samfylkingunni vegna þess hve lágt hún mælist. Píratar gætu hins vegar ekki myndað þriggja flokka stjórn nema með stuðningi Vinstri grænna og þá annað hvort með Viðreisn eða Framsóknarflokki. Tekið skal fram að þessar pælingar um stjórnarmynstur byggja eingöngu á þeim möguleikum sem að fjöldi þingmanns samkvæmt þessari könnun gefa en ekki hvort að ákveðin ríkisstjórnarmynstur eru líkleg út frá öðrum forsendum.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: