Þrjár vikur til kosninga – staða framboðsmála

kosn2016Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Viðreisn hafa birt lista í öllum kjördæmum. Píratar, Björt framtíð og Dögun segjast hafa mannað lista í öllum kjördæmum en þeir hafa ekki allir verið birtir í heild sinni. Tíminn sem framboð hafa til að klára framboðslista og til að safna meðmælendum styttist en skila á framboðum eigi síðar en 14. október og er því ríflega vika til stefnu. Staða framboðsmála annarra flokka þegar að ríflega þrjár vikur eru til kosninga er þannig:

  • Flokkur fólksins hefur birt lista í Reykjavík suður og Suðurkjördæmi auk fimm efstu nafnanna í Suðvesturkjördæmi og boðar að birta lista í öllum kjördæmum um helgina.
  • Íslenska þjóðfylkingin hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi, tíu efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og hver leiðir listann í Suðurkjördæmi. Flokkurinn stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en tilstendur að birta lista í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðurkjördæmi um helgina.
  • Alþýðufylkingin hefur birt lista í Norðausturkjördæmi og Reykjavík norður og tilkynnt um efstu menn í Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn býður ekki fram í Suðurkjördæmi eða Norðvesturkjördæmi.
  • Húmanistaflokkurinn hefur birt lista í Reykjavík suður og mun ekki bjóða fram í öðrum kjördæmum.
  • Framfaraflokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstaf en ekki birt neina lista.

Fréttin var uppfærð eftir frétt á Ruv.is.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: