Fylgi flokka miðað við skoðanakannanir

Nú þegar að framboðsmál flokkanna eru á síðustu metrunum er ekki úr vegi að velta fyrir sér hver samsetning þingsins gæti orðið miðað við þær skoðanakannanir sem hafa verið birtar að undanförnu. Þær kannanir sem teknar eru til skoðunar eru könnun MMR sem birtist 26. september, Gallup sem gerð var seinnipartinn í september og könnun Fréttablaðsins sem gerð var 3.-4. október. Sjá töflu.

Flokkur MMR 26.9. Gallup 15.-30.9 Fbl. 3.-4. okt
Sjálfstæðisflokkur 20,6% 23,7% 25,9%
Píratar 21,6% 20,6% 19,2%
Vinstri grænir 11,5% 15,6% 12,6%
Viðreisn 12,3% 13,4% 6,9%
Framsóknarflokkur 12,2% 8,2% 11,4%
Samfylking 9,3% 8,5% 8,8%
Björt framtíð 4,9% 4,7% 6,9%
Ísl.Þjóðfylking 2,3% 3,0% 2,0%
Alþýðufylkingin 2,2%
Dögun 2,1% 1,0%
Flokkur fólksins
Húmanistaflokkur
Annað 3,2% 1,3% 4,1%

 Samkvæmt þessu munu Píratar vinna stórsigur, Viðreisn ná inn þingmönnum, Vinstri grænir bæta við sig. Framsóknarflokkurinn myndi hins vegar tapa a.m.k. helming þingsæta sinna. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking nokkrum þingsætum og Björt framtíð væri á mörkunum (5%) að ná inn þingmönnum. Hin fimm framboðin eru allnokkuð frá því að ná þingsætum. Íslenska Þjóðfylkingin mælist með 2-3%, Alþýðufylkingin og Dögun hafa mest mælst með ríflega 2%, Flokkur fólksins og Húmanistaflokkurinn hafa mælst með innan við 1%. Skipting þingmanna yrði þannig samkvæmt þessum könnunum:

 Flokkur Þingsæti Kosn.2013 Breyting
Sjálfstæðisflokkur 15-18 19 tapa 1-4 sæti
Píratar 13-16 3 vinna 10-13 sæti
Vinstri grænir 8-11 7 vinna 1-4 sæti
Viðreisn 5-9  nýtt framboð vinna 5-9 sæti
Framsóknarflokkur 5-9 19 tapa 10-14 sætum
Samfylking 6 9 tapa 3 sætum
Björt framtíð 0-4 6 tapa 2-6 sætum

Ef þessar skoðanakannanir ganga og sjö þingflokkar setjast á þing eftir kosningar gæti orðið erfitt að mynda ríkisstjórn. Tæplega verður um tveggja flokka ríkisstjórn að ræða þar sem að tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Píratar, eru ýmis ekki með meirihluta eða ákaflega tæpan. Einnig er óvíst hvort að hægt verður að mynda þriggja flokka stjórn að því gefnu að yfirlýsingar Pírata um að þeir vilji ekki vinna með Sjálfstæðisflokki haldi. En ef menn segja að vika sé langur tími í pólitík, hvað eru þá þrjár vikur. Margt getur því breyst á þeim tíma sem eftir er til kosninga.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: