Sarpur fyrir október, 2016

Heildarúrslit kosninganna og skoðanakannanir

kosn2016Úrslit alþingiskosninganna í gær eru orðin ljós og hafa birst í fjölmiðlum. Hér að neðan eru þau borin saman við skoðanakannanirnar sem birtust tvo síðustu dagana. Skoðanakannanir 365 miðla sem birtust í Fréttablaðinu og Stöð2 var með minnsta heildarfrávikið, 8,9%. Gallup var með 12,2% í heildarfrávik, MMR með 13,4% og Félagsvísindastofnun með 17,0%. Athyglisvert er hversu frávikið er mikið en líklega hefur það að einhverju leiti með tímalengd kannana að gera og að allnokkrar breytingar hafi orðið á afstöðu fólks eftir að hugmynd um ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar voru kynntar.

 • Sjálfstæðisflokkur 29,0% – 21 þingmann – Sjálfstæðisflokkurinn fékk meira fylgi en allar kannanir höfðu gert ráð fyrir. Næst komust Gallup og 365 miðlar. Hjá MMR munaði 4% og 6,5% hjá Félagsvísindastofnun.
 • Vinstrihreyfingin grænt framboð 15,9% – 10 þingmenn – VG hlaut aðeins minna fylgi en kannanir gerðu ráð fyrir.
 • Píratar 14,5% – 10 þingmenn – Píratar fengu miklu minna fylgi en kannanir gerðu ráð fyrir. Gallup og 365 miðlar voru næst þessu en þó munaði 3,5% hjá þeim. MMR ofmat þá um 6% og Félagsvísindastofnun um 6,7%.
 • Framsóknarflokkur 11,5% – 8 þingmenn – Framsóknarflokkur hlaut betri kosningu en kannanir gáfu til kynna nema MMR sem var á pari. 365 miðlar og Félagsvísindastofnun vanmátu flokkinn um 1,5% og Gallup um 2%.
 • Viðreisn 10,5% – 7 þingmenn – 365 miðlar voru með fylgi Viðreisnar á pari. Hjá Félagsvísindastofnun munaði 0,9%, en 1,6% og 1,7% hjá MMR og Gallup.
 • Björt framtíð 7,2% – 4 þingmenn – Björt framtíð var vanmetin um hálft prósent hjá öllum nema 365 miðlum sem vanmátu flokkinn um tæpt prósent.
 • Samfylkingin 5,7% – 3 þingmenn – Stöð2 og Félagsvísindastofnun mátu flokkinn rétt. MMR ofmat hann um 0,4% og Gallup um 1,7%.
 • Þeir flokkar sem fengu ekki kjörna þingmenn: Flokkur fólksins 3,5%, Dögun 1,7, Alþýðufylkingin 0,3%, Íslenska þjóðfylkingin 0,2% og Húmanistaflokkurinn 0,0%.

Færðu inn athugasemd

Könnun frá Gallup

gallupfylgiRuv.is birtir í dag könnun frá Gallup í dag. Um er að ræða fjórðu könnunina sem birtist á tæpum sólarhring og líklega sú síðasta fyrir kosningarnar á morgun. Ef þessar fjórar kannanir eru bornar saman er staðan þannig:

 • Sjálfstæðisflokkur 27% – 19 þingmenn – þetta fylgi er í samræmi við könnun Stöðvar 2 í gærkvöldi en mun betri en kannanir Félagsvísindastofnunar og MMR.
 • Píratar mælast með 17,9% – 12 þingmenn. Slakasta könnun flokksins af þessum fjórum en næstum á pari við könnun Stöðvar 2.
 • Vinstri grænir með 16,5% – 11 þingmenn – sama fylgi og í öðrum könnunum.
 • Framsóknarflokur 9,5% – 6 þingmenn – svipað fylgi og hjá Félagsvísindastofnun og Stöð 2 en heldur minna en hjá MMR.
 • Samfylking 7,4% – 5 þingmenn  – þeirra besta könnun af þessum fjórum.
 • Björt framtíð 6,8% – 4 þingmenn – sama fylgi og í öðrum könnunum.
 • Aðrir flokkar fá samtals 6,1% í þessari könnun og þar af mælist Flokkur fólksins með 3,4%.

gallupmennRíkisstjórnarflokkarni hafa samtals 25 þingsæti samkvæmt þessari könnun. Stjórnarandstöðuflokkarnir reiknast með 32 þingsæti eða eins manns meirihluta. Viðreisn mælist með 6 þingsæti. Telja verður ólíklegt að menn fari af stað með meirihlutastjórn sem væri með eins manns meirihluta og hver þingmaður hefði þannig neitunarvald.

 

Færðu inn athugasemd

Könnun frá MMR

MMR birti skoðanakönnun í dag. Helstu atrið eru þessi:

 • mmrfylgiSjálfstæðisflokkurinn er stærstur með 24,7 % og 17 þingmenn. Betri könnun en hjá sú sem birtist hjá Félagsvísindastofnun í morgun og MMR á miðvikudag en slakari Stöðvar2 könnunin frá í gær en kannanir Stöðvar2 hafa verið að mæla flokkinn sterkari en annars staðar.
 • Píratar 20,5% og 14 þingmenn. Flokkurinn er að mælast heldur sterkari í dag en dagana þar á undan.
 • Vinstri grænir 16,2% og 11 þingmenn. Sama og í öðrum könnunum.
 • Framsóknarflokkur 11,4% og 7 þingmenn. Sterkari mæling en þær sem hafa birst í vikunni.
 • Viðreisn 8,9% – 6 þingmenn. Slakari mæling en í könnunum Stöðvar 2 og Félagsvísindastofnunar en svipað og í könnun MMR á miðvikudag.
 • Björt framtíð 6,7% – 4 þingmenn. Á sama stað og í könnunum frá í morgun og í gær en mun slakara en í könnun MMR sem birtist á miðvikudag.
 • Samfylking 6,1% – 4 þingmenn. Sama staða og í tveimur síðustu könnunum en heldur slakara en í könnun MMR á miðvikudag.
 • Aðrir flokkar mælast samtals með 5,5%. Flokkur fólksins er með 2,4%, Dögun með 2,3% og Íslenska þjóðfylkingin með 0,6%. Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn skipta því með sér 0,2%.

mmrmennRíkisstjórnarflokkarnir hafa því samkvæmt þessu 24 þingsæti. Núverandi stjórnarandstaða, sem hefur rætt um stjórnarsamstarf, hefur 33 þingsæti og því eins þingsætis meirihluta. Viðreisn er með 6 þingmenn.

 

Færðu inn athugasemd

Könnun frá Félagsvísindastofnun

fel-fylgiMorgunblaðið birtir í morgun könnun frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður eru þessar:

 • Sjálfstæðisflokkur 22,5% – 16 þingmenn – Þetta er svipað fylgi og könnun MMR í vikunni sýndi en mun minna en mælingar fréttastofu 365 miðla gefa til kynna.
 • Píratar 21,2% – 14 þingmenn – heldur meira fylgi en í síðustu könnunum
 • Vinstri grænir 16,8% – 11 þingmenn – svipað fylgi og í undanförnum könnunum
 • Viðreisn 11,4% – 7 þingmenn – heldur meira fylgi en í síðustu könnunum
 • Framsóknarflokkur 10,2% – 7 þingmenn – svipað fylgi og í undanförnum könnunum
 • Björt framtíð 6,7% – svipað fylgi og í undanförnum könnunum nema lægra en í könnun MMR
 • Samfylkingin 5,7% sem er sama fylgi og hjá 365 miðlum í vikunni en minna en hjá MMR
 • Aðrir flokkar mælast með minna fylgi. Dögun með 2,2%, Flokkur fólksins með 2,1%, Íslenska þjóðfylkingin 0,4%, Alþýðufylkingin 0,3% og Húmanistaflokkurinn 0,1%.

fel-mennÞingsæti skiptast eins og myndin til hliðar sýnir. Ef horft er til stjórnarmyndunar að þá eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 23 þingsæti. Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð reiknast með 33 þingsæti eða eins manns meirihluta. Viðreisn mælist að auki með 7 þingsæti.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun á Stöð2

stod2-fylgiÍ kvöld birti fréttastofa Stöðvar2 skoðanakönnun um fylgi flokkanna og útreikning á þingmönnum. Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur með 27,3% sem er mun meira en í undanförnum könnunum. Píratar mælast með 18,4% sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í undanförnum könnunum. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 16,4% sem er svipað og undanfarið. Viðreisn mælist með 10,5% og Framsóknarflokkurinn með 9,9% sem er sambærilegt fyrir síðustu kannanir. Björn framtíð mælist með 6,3% sem er svipað og í könnunum Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins en mun minna en í könnun MMR. Samfylkingin er með 5,7% sem er aðeins minna en í fyrri könnunum tveimur en miklu minna en í könnun MMR: Aðrir mælast með 5,4 en það er ekki sundurgreint á Vísi.is

stod2-mennSamkvæmt þessu fengi Sjálfstæðisflokkurinn 18 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 8, samtals 26 þingmenn. Píratar fengju 12, Vinstri grænir 11, Björt framtíð 4 og Samfylking 3, samtals 30 þingmenn. Viðreisn fengi samkvæmt þessu 7 þingmenn og væri í ákveðinni lykilstöðu.

Færðu inn athugasemd

Talning á fleiri en einum stað í kjördæmi

kosn2016Fram kemur á mbl.is í dag að einhverjar áhyggjur séu af því að talning í Norðausturkjördæmi geti tafist vegna þess að það þurfi að koma kjörgögnum af Austurlandi til Akureyrar en veðurspá fyrir kjördag er ótrygg. Þetta væri hægt að leysa þannig að yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi gæti falið umdæmiskjörstjórn t.d. á Fljótsdalshéraði að sjá um talningu fyrir Austurland en heimild er til þess í 1.mgr. 97. gr. laga um kosningar til Alþingis. Greinin hljóðar þannig: “ Yfirkjörstjórn getur ákveðið að auk talningar hjá henni geti talning farið fram hjá umdæmiskjörstjórn, á öðrum stað í kjördæminu.“ Víða erlendis er sá háttur hafður á að viðkomandi kjörstjórnir telja hver á sínu svæði innan kjördæma og senda upplýsingar um úrslit til viðkomandi yfirkjörstjórnar.

Færðu inn athugasemd

Nú deyr frambjóðandi …

kosn2016Sú staða er uppi fyrir þessar kosningar að aldraður maður sem skipaði heiðurssætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður lést. Um þetta segir í 37.gr. í lögum um kosningar til Alþingis: „Nú deyr frambjóðandi áður en kosning fer fram en eftir að framboðsfrestur er liðinn eða á næstu þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur er liðinn, og má þá innan viku, ef fullur helmingur meðmælenda listans krefst þess, setja annan mann í stað hins látna á listann, enda sé fullnægt öðrum almennum skilyrðum um framboðið.“ Komi sú staða upp að látinn frambjóðandi nái kjöri þá myndi kjörstjórn úthluta næsta manni á lista sæti á Alþingi.

Færðu inn athugasemd