Staða framboðsmála

kosn2016Staða framboðsmála er óðum að skýrast þegar að tæpar fimm vikur eru til kosninga. Tólf framboð hafa birt framboðslista í a.m.k. einu kjördæmi og á þessari stundu er ekki vitað til að fleiri flokkar eða samtök undirbúi framboð. Staða framboðsmála einstakra framboða er eftirfarandi:
Framsóknarflokkur og Samfylking hafa birt framboðslista í öllum kjördæmum.
Sjálfstæðisflokkur hefur birt framboðslista í öllum kjördæmum nema Suðvesturkjördæmi þar sem að prófkjöri er lokið.
Píratar hafa birt framboðslista í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi þar sem að prófkjöri er lokið.
Viðreisn hefur birt framboðslista í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi þar sem aðeins efsta sæti hefur verið tilkynnt.
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur birt framboðslista í fjórum kjördæmum. Í Suðvesturkjördæmi verður gengið frá lista annað kvöld. Talning stendur yfir í forvali flokksins í Norðvesturkjördæmi en fyrirhugað er að ganga frá lista á fimmtudaginn.
Björt framtíð hefur birt sex efstu nöfn í öllum kjördæmum.
Dögun hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og fimm efstu nöfn í Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Alþýðufylkingin hefur birt lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og í Norðausturkjördæmi. Að auki hefur flokkurinn birt efsta sætið í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Íslenska þjóðfylkingin hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og hverjir leiði lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Flokkur fólksins hefur birt framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður og boðar framboð í öllum kjördæmum.
Húmanistaflokkurinn hefur birt framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður en óljóst er í hvaða kjördæmum flokkurinn býður fram lista.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: