Staða framboðsmála

kosn2016Kjördagur hefur verið ákveðinn 29. október. Það þýðir að síðasti dagur til að skrá nýjan listabókstaf rennur úr á hádegi 11. október. Ekki er vitað af neinum framboðum sem eru á leiðinni og hafa ekki skráðan listabókstaf. Framboðsfrestur rennur 14. október á hádegi. Staða framboðsmála flokkanna er sem hér segir:

 • Björt framtíð  – hefur birt sex efstu sætin í öllum kjördæmum.
 • Framsóknarflokkur – hefur samþykkt lista í öllum kjördæmum nema Suðurkjördæmi. Kosið verður um efstu sæti á tvöföldu kjördæmisþingi um helgina og gengið frá framboðslista í framhaldi af því.
 • Viðreisn – hefur gengið frá listum í fjórum kjördæmum. Búist er við að listar í Suður- og Norðausturkjördæmum birtist í vikunni.
 • Sjálfstæðisflokkur – Hefur gengið frá listum í Suður- og Norðausturkjördæmi. Gengið verður frá framboðslista flokksins í Reykjavík á föstudag og gera má ráð fyrir að listarnir í Norðvestur- og Suðvesturkjördæmum liggi fyrir öðru hvoru megin við helgina.
 • Íslenska þjóðfylkingin hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og hverjir leiði lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
 • Flokkur fólksins hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og boðar framboð í öllum kjördæmum.
 • Húmanistaflokkurinn hefur birt lista í Reykjavíkurkjördæmi suður. Óvíst er hvort eða í hvaða fleiri kjördæmum flokkurinn leggur fram lista.
 • Píratar hafa samþykkt framboðslista í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi þar sem að prófkjöri er lokið.
 • Alþýðufylkingin hefur birt lista í Norðausturkjördæmi og efsta sætið í Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
 • Samfylkingin hefur samþykkt lista í Norðausturkjördæmi. Listar í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi verða lagðir fram á annað kvöld og í Norðvesturkjördæmi á laugardagsmorgun.
 • Dögun hefur lagt fram framboðslista í Suðvesturkjördæmi og tilkynnt um fimm efstu sætin í Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
 • Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur samþykkt lista í fjórum kjördæmum. Forval stendur yfir í Norðvesturkjördæmi og tillaga að lista í Suðvesturkjördæmi verður lögð fram á mánudagskvöld.
Auglýsingar
 1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: