Staða framboðsmála flokkanna

kosn2016Staða framboðsmála þegar að sex vikur eru til alþingiskosninga er eftirfarandi :
Framsóknarflokkur hefur samþykkt framboðslista í Norðvesturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn kýs á lista í Norðausturkjördæmi á morgun á tvöföldu kjördæmisþingi og gengur frá lista á sunnudag. Að lokum verður kosið á lista í Suðurkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi um aðra helgi.
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkt framboðslista í Norðausturkjördæmi. Prófkjöri er lokið í hinum kjördæmunum fimm og verður gengið frá framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmum á föstudaginn eftir viku.
Samfylkingin hefur samþykkt framboðslista í Norðausturkjördæmi og mun leggja fram tillögur að framboðslistum n.k. fimmtudagskvöld í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Prófkjöri er lokið í Norðvesturkjördæmi.
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur gengið frá framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Forvali í Norðvesturkjördæmi lýkur 25.september og uppstilling verður í Suðvesturkjördæmi.
Píratar hafa gengið frá framboðslistum í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi þar sem að prófkjöri er lokið.
Björt framtíð hefur birt sex efstu sætin í öllum kjördæmum.
Viðreisn samþykkt framboðslista í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi suður. Auk þess hefur framboðið birt þrjú efstu sætin í Norðvesturkjördæmi.
Dögun hefur birt fimm efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Alþýðufylkingin hefur samþykkt framboðslista í Norðausturkjördæmi en flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Íslenska þjóðfylkingin hefur ekki birt neina framboðslista en fram hefur komið hver leiði listann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Flokkur fólksins boðar framboð í öllum kjördæmum og stefnir að því að ganga frá framboðslistum um aðra helgi.
Húmanistaflokkurinn boðar framboð en ekkert vitað frekar um það.
Flokkur heimilanna hefur sagst vera að athuga með framboð en ekkert hefur heyrst af því og verður því að telja það frekar ólíklegt.

 

 

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: