Forvali Samfylkingar lýkur í dag

samfylkingÍ dag kl. 17 lýkur forvali Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmin, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi.

Í Reykjavík er kosið um átta sæti, þ.e fjögur efstu sætin í hvoru kjördæmi. Eftirtaldir gefa kost á sér: Össur Skarphéðinsson alþingismaður, fv.ráðherra og fv.formaður Samfylkingarinnar í 1.sætið, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður í 1.sæti, Helgi Hjörvar alþingismaður í 1.sæti, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður í 1.-2.sæti, Sig­urður Hólm Gunn­ars­son og Eva Baldursdóttir bjóða sig fram í 2.-3. sæti, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir í 3.sæti, Gunnar Alexander Ólafsson, Magnús Már Guðmundsson, Auður Alfa Ólafsdóttir og Steinunn Ýr Einarsdóttir bjóða sig fram í 3.-4.sæti. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson býður sig fram í 4.-6.sæti.

Í Suðvesturkjördæmi er kosið um fjögur sæti. Eftirtaldir gefa kost á sér:Árni Páll Árnason alþingismaður og fv.formaður Samfylkingarinnar til áframhaldandi forystu. Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar býður sig fram í 1.-2. sæti. Í annað sætið bjóða sig fram Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Sema Erla Sedar formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Í þriðja sætið bjóða sig fram Símon Birgisson leikhúsfræðingur og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi.

Í Norðvesturkjördæmi er kosið um tvö efstu sætin. Eftirtaldr gefa kost á sér: Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður, Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri og Inga Björk Bjarnadóttir.

 

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: