Staða framboðsmála

kosn2016Stutt yfirlit yfir stöðu framboðsmála þeirra framboð sem boðað hafa framboð í haust í röð eftir listabókstöfum.
A-Björt framtíð – hefur birt sex efstu sætin á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum.
B-Framsóknarflokkur – hefur birt lista í Norðvesturkjördæmi. Prófkjöri á kjördæmisþingi í Reykjavíkurkjördæmunum er lokið og gert er ráð fyrir að ganga frá lista 15. september. Í Suðvesturkjördæmi verður tillaga að framboðslista lögð fram 14.september. Valið verður á lista í Norðausturkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi 17. september og gengið frá framboðslista daginn eftir. Að lokum verður valið á framboðslista í Suðurkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi 24. september og gengið frá framboðslista samdægurs.
C-Viðreisn –  hefur birt fjögur efstu sætin í Norðvesturkjördæmi en fullbúnir listar hafa verið boðaðir á næstu dögum.
D-Sjálfstæðisflokkur – hefur birt lista í Norðausturkjördæmi. Valið var í efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum og Norðvesturkjördæmi í prófkjöri um síðustu helgi. Valið verður í efstu sæti í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi í prófkjöri næsta laugardag.
E-Íslenska Þjóðfylkingin – boðar framboð í öllum kjördæmum.
F-Flokkur fólksins – boðar framboð í öllum kjördæmum
H-Húmanistaflokkur – boðar framboð í einhverjum kjördæmum.
I-Flokkur heimilanna – íhuga framboð og þá í öllum kjördæmum
P-Píratar – hafa gengið frá framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Prófkjöri í Norðvesturkjördæmi lauk í gær.
R-Alþýðufylkingin – hefur boðað framboð í öllum kjördæmum
S-Samfylkingin – hefur gengið frá framboðslista í Norðausturkjördæmi. Forval Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmunum, Norðvesturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi hófst í dag og lýkur á laugardag. Stillt verður upp á lista í Suðurkjördæmi.
T-Dögun – hefur birt efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi og boðar framboð í öllum kjördæmum.
V-Vinstrihreyfingin grænt framboð – Hefur birt lista í Norðausturkjördæmi. Forval er í gangi í Norðvesturkjördæmi og verður talið í póstkosningu 25. september. Tillaga að framboðslista verður lögð fram í Suðvesturkjördæmi 10. september og 12. september í Reykjavíkurkjördæmunum. Stillt verður upp á lista í Suðvesturkjördæmi.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: