Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur

sjalfstflSjálfstæðisflokkurinn velur í efstu sætin á framboðslista flokksins á tvöföldu kjördæmisþingi í dag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðsráðherra hlaut örugga kosningu efsta sæti en hann sóttist einn eftir því.

Í kosningu um 2.sætið hlaut Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi á Akureyri 99 atkvæði gegn 92 atkvæðum Valgerðar Gunnarsdóttur alþingismanns sem skipaði sætið í síðustu kosningum. Einn seðill var ógildur.

Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður var kjörin í 3.sæti en hún hlaut 155 atkvæði. Valdi­mar O. Her­manns­son bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð hlaut 31 atkvæði og Ingi­björg Jó­hanns­dótt­ir nemi á Akureyri 2. Auðir seðlar og ógildir voru 3. Arnbjörg Sveinsdóttir fv.alþingismaður dró framboð sitt í sætið til baka og lýsti yfir stuðningi við Valgerði Gunnarsdóttur.

Arnbjörg Sveinsdóttir var kjörin í 4. sæti hún hlaut 120 atkvæði af 170 samtals greiddum atkvæðum. Elvar Jónsson var kjörinn í 5.sæti. Hann hlaut 106 atkvæði en Ketill Sigurður Jóelsson 45. Samtals voru greidd 158 atkvæði. Melkorka Ýr Yrsudóttir var valin í 6.sætið með 82 atkvæðum. Ketill Sigurður Jóelsson hlaut 47 atkvæði. Samtals voru greidd 139 atkvæði.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: