Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á morgun

sjalfstflÁ morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í síðasta prófkjöri flokksins sem haldið var fyrir kosningarnar 2013 voru í þremur efstu sætunum Hanna Birna Kristjánsdóttir fv.innanríkisráðherra sem gefur ekki kost á sér, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem gefur ekki heldur kost á sér og Pétur H. Blöndal sem er látinn. Sjálfstæðisflokkurinn er með þrjá þingmenn í hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir sig.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sækist ein eftir 1. sætinu en hún gaf ekki kost á sér í síðustu alþingiskosningum en var áður þingmaður flokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson gefur kost á sér í 2. sætið en hann lenti í 5. sæti síðast. Sigríður Á. Andersen sem varð þingmaður á kjörtímabilinu gefur einnig kost á sér í 2.sætið en hún lenti í 7. sæti síðast. Birgir Ármannsson gefur kost á sér í 2.-4.sæti en hann var 6. síðast. Brynjar Níelsson sækist eftir 3.sætinu en hann lenti í 4.sæti síðast. Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins bjóða sig fram í 3.sætið. Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, Kristjana G. Kristjánsdóttir og Ingibjörg Óðinsdóttir sækjast báðar eftir 4. sætinu en Ingibjörg lenti í 9. sæti síðast. Guðmundur Franklin Jónsson fv.formaður Hægri grænna sækist eftir 4.-6.sæti. Þá sækist Sindri Einarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eftir 5.sæti.

 

 

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: