Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur á morgun

sjalfstflSjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi velur á framboðslista sinn í prófkjöri á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu. Nokkur spenna er um hver verður arftaki Einar Kr. Guðfinnssonar þingforseta og fyrrverandi ráðherra sem oddviti listans. Haraldur Benediktsson alþingismaður og fv. formaður Bændasamtaka Íslands sækist eftir að leiða listann en það gerir líka Teitur Björn Einarsson sonur Einars Odds Kristjánssonar fv.alþingismanns og aðstoðarmaður Bjarna Benedikssonar fjármálaráðherra. Teitur Björn bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu kosningar og lenti þá í 9. sæti og var í 6.sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og varð því varaþingmaður.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra býður sig fram í 2.sætið en hún var kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Jónína Erna Arnardóttir sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð býður sig fram í 2.-3.sæti. Hafdís Gunnarsdóttir forstöðumaður í liðveislu á Ísafirði í 3. sætið og Aðalsteinn Orri Arason landbúnaðar- og byggingarverktaki í Skagafirði á 4. sæti. Aðrir sem bjóða sig fram eru Gísli Elís Úlfarsson kaupmaður á Ísafirði, Guðmundur Júlíusson Akranesi, Jónas Þór Birgisson lyfsali og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og Steinþór Bragason framkvæmdastjóri á Ísafirði.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: