Sarpur fyrir september, 2016

Staða framboðsmála – 4 vikur til kosninga

kosn2016Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Viðreisn hafa birt lista í öllum kjördæmum. Staða framboðsmála annarra flokka þegar að fjórar vikur eru til kosninga er þannig:

  • Píratar hafa birt lista í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi þar sem að prófkjöri er lokið.
  • Björt framtíð hefur birt lista í Norðausturkjördæmi og sex efstu sætin í öðrum kjördæmum.
  • Dögun hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og fimm efstu sætin í öðrum kjördæmum.
  • Alþýðufylkingin hefur birt lista í Norðausturkjördæmi og Reykjavík norður og tilkynnt um efstu menn í Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi.
  • Íslenska þjóðfylkingin hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og tíu efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
  • Flokkur fólksins hefur birt lista í Reykjavík suður og fimm efstu nöfnin í Suðvesturkjördæmi.
  • Húmanistaflokkurinn hefur birt lista í Reykjavík suður.
  • Framfaraflokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstaf en flokkurinn verður stofnaður um helgina.

Færðu inn athugasemd

Listi Bjartrar framtíðar í Norðaustur

BjortframtidFramboðslisti Bjartrar framtíðar hefur verið birtur. Hann er þannig:

1.Preben Pétursson mjólkurtæknifræðingur og varaþingmaður 11. Þórður S. Björnsson, bóndi
2.Dagný Rut Haraldsdóttir lögfræðingur 12. Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
3.Arngrímur Viðar Ásgeirsson íþróttakennari og hótelstjóri 13. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA
4.Haukur Logi Jóhannsson verkefnastjóri 14. Guðrún Karitas Garðarsdóttir, viðskiptafræðingur
5.Jónas Björgvin Sigurbergsson nemi og íþróttamaður 15. Eva Dögg Fjölnisdóttir, hárgreiðslumeistari
6.Margrét Kristín Helgadóttir stjórnsýslufræðingur og lögfræðingur. 16. Rakel Guðmundsdóttir, nemi
7. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, kennari og markþjálfi 17. Dagur Skírnir Óðinsson, félagsfræðingur
8. Sigurjón Jónasson, flugumferðarstjóri 18. Steinunn Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
9. Stefán Már Guðmundsson, kennari 19. Hólmgeir Þorsteinsson, varaslökkviliðsstjóri Akureyri
10. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og garðyrkjufræðingur 20. Brynhildur Pétursdóttir, alþingismaður

Færðu inn athugasemd

Listi Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur

sjalfstflSjálfstæðisflokkurinn hefur birt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi. Um er að ræða sjötta og síðasta lista flokksins fyrir komandi kosningar. Helstu breytingar frá prófkjöri er að Bryndís Haraldsdóttir sem varð í 5.sæti er færð upp í annað sætið sem þýðir að þeir Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason færast niður um eitt sæti. Listinn er þannig:

1. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Garðabæ 14. Unnur Lára Bryde, flugfreyja og bæjarfulltrúi, Hafnarfirði
2. Bryndís Haraldsdóttir, formaður bæjarráðs, Mosfellsbæ 15. Guðmundur Gísli Geirdal, sjómaður, Kópavogi
3. Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi 16. Þorgerður Anna Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri, Garðabæ
4. Óli Björn Kárason, ritstjóri, Seltjarnarnesi 17. Bergur Þorri Benjamínsson, viðskiptafræðingur, Hafnarfirði
5. Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður, Garðabæ 18. Maríanna Hugrún Helgadóttir, form, Félags ísl. Náttúrufr. Kjós
6. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfltr. og varaþingmaður, Kópavogi 19. Hilmar Jökull Stefánsson, menntaskólanemi, Kópavogi
7. Vilhjálmur Bjarnason, form.Hagsmunasamtaka heimilanna, Mosfellsbæ 20. Þórhildur Gunnarsdóttir, verkfræðinemi, Garðabæ
8. Kristín Thoroddsen, flugfreyja og ferðamálafræðingur, Hafnarfirði 21. Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari, Hafnarfirði
9. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, háskólanemi, Hafnarfirði 22. Sveinn Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ
10. Tinna Dögg Guðlaugsdóttir, laganemi og framkvæmdastjóri, Kópavogi 23. Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir, lögfræðingur, Seltjarnarnesi
11. Hrefna Kristmannsdóttir, jarðefnafr.og prófessor emer., Seltjarnarnesi 24. Ásgeir Einarsson, stjórnmálafræðingur, Hafnarfirði
12. Davíð Þór Viðarsson, viðskiptafræðingur, Hafnarfirði 25. Erling Ásgeirsson, fv. formaður bæjarráðs, Garðabæ
13. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, kennari, Mosfellsbæ 26. Erna Nielsen, fv. forseti bæjarstjórnar, Kópavogi

Færðu inn athugasemd

Þorvaldur Þorvaldsson leiðir Alþýðufylkinguna í Reykjavík suður

AltfylkingÞorvaldur Þorvaldsson trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar mun leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þetta kemur fram á heimasíðu flokksins.

Færðu inn athugasemd

Efstu sæti Þjóðfylkingarinnar í Reykjavík

islenskathjodÍslenska þjóðfylkingin hefur birt 10 efstu sætin á listum sínum í Reykjavíkurkjördæmunum. Þau eru þannig skipuð:

Reykjavík norður Reykjavík suður
1. Gústaf Níelsson sagnfræðingur, Reykjavík 1. Gunnlaugur Ingvarsson bifreiðastjóri, Reykjavík
2. Inga Guðrún Halldórsdóttir félagsliði, Reykjavík 2. Arndís Ósk Hauksdóttir prestur, Reykjavík
3. Svanhvít Brynja Tómasdóttir öryrki, Reykjavík 3. Jón Valur Jensson guðfræðingur, Reykjavík
4. Marteinn Unnar Heiðarsson bifreiðastjóri, Reykjavík 4. Ægir Óskar Hallgrímsson bifreiðastjóri, Reykjavík
5. Ágúst Örn Gíslason ráðgjafi, Reykjavík 5. Höskuldur Geir Erlingsson húsasmiður, Reykjavík
6. Hanna Björg Guðjónsdóttir vaktstjóri, Reykjavík 6. Ásdís Höskuldsdóttir námsmaður, Reykjavík
7. Magnús Sigmundsson rafiðnfræðingur, Reykjavík 7. Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir verkakona, Reykjavík
8. Cirila Rós Jamora snyrtifræðingur, Reykjavík 8. Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir klæðskeri, Reykjavík
9. Kristinn Snæland, eldri borgari, Reykjavík 9. Sigurður Hólm Guðmundsson, eldri borgari, Reykjavík
10. Guðmundur Jónas Kristjánsson bókari, Reykjavík 10. Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur, Reykjavík

Færðu inn athugasemd

Efstu sæti Flokks fólksins í Suðvestur

FlokkurfolksFimm efstu sætin á lista Flokks fólksins í Suðvestur skipa:

1. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður Bótar
2. Grétar Pétur Geirsson, formaður Sjálfsbjargar
3. Margrét Halla María Johnson námsmaður
4. Erla Magnúsdóttir, fv.verslunarmaður
5. Sigurður Haraldsson verktaki

Færðu inn athugasemd

Efstu sæti Dögunar í Norðvestur og Norðaustur

dogunDögun hefur birt efstu sætin á framboðslistum sínum í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum. Þau eru þannig skipuð:

Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi
1.Sigurjón Þórðarson, fv.alþingismaður 1. Sigurður Eiríksson, ráðgjafi
2. Pálmey Gísladóttir, lyfjatæknir 2. Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, ferðamálafræðingur
3. Þórður Alexander Júlíusson, nemi 3. Erling Ingvason, tannlæknir
4. Pétur Guðmundsson, æðarbóndi 4. Guðríður Traustadóttir
5. Guðjón Arnar Kristjánsson, fv.alþingismaður 5. Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri
6. Karolína Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi

Færðu inn athugasemd