Framboðsmál Sjálfstæðisflokksins

sjalfstflSjálfstæðisflokkurinn heldur 4 prófkjör til að velja á lista í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum verður það haldið 3. september en í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi þann 10. september. Í Norðausturkjördæmi velja sjálfstæðismenn á lista á kjördæmisþingi 3.-4. september. Framboðsfrestur er runninn út nema í Norðausturkjördæmi þar sem fresturinn rennur út á mánudagskvöld.
Í Norðvesturkjördæmi eru tólf frambjóðendur. Um fyrsta sætið keppa þeir Haraldur Benediktsson alþingismaður og Teitur Björn Einarsson (Einars Odds Kristjánssonar) aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra býður sig fram í 2.sætið, Jónína Erna Arnardóttir sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð í 2.-3.sæti, Hafdís Gunnarsdóttir forstöðumaður á Ísafirði í 3. sætið og Aðalsteinn Orri Arason í 4. sæti. Aðrir sem bjóða sig fram eru Gísli Elís Úlfarsson Ísafirði, Guðmundur Júlíusson Akranesi, Jónas Þór Birgisson bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og Steinþór Bragason Ísafirði.
Í Reykjavíkurkjördæmunum eru fimmtán frambjóðendur. Þar sækjast alþingismennir Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson og Guðlaugur Þór Þórðarson allir eftir sætum ofarlega eða forystusætum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra býður sig fram og gera má ráð fyrir að hún sækist eftir að leiða annan hvorn listann. Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins sækjast eftir 3. sæti. Sigríður Ásthildur Andersen alþingismaður, Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður og Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sækjast eftir 4. sæti og Guðmundur Franklin Jónsson fv.formaður Hægri grænna sækist eftir 4.-6.sæti. Þá sækist Sindri Einarsson eftir 5.sæti. Aðrir í framboði eru Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Kristjana G. Kristjánsdóttir.
Í Suðvesturkjördæmi eru frambjóðendur fimmtán. Þar er búist við að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins leiði listann. Jón Gunnarsson alþingismaður hefur boðið sig fram í 2. sætið, Elín Hirst alþingismaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í 2.-4. sæti, Vilhjálmur Bjarnason „ekki fjárfestir“ í 2.-4.sæti, Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 2.-4.sæti, Óli Björn Kárason í 3.sæti, Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrú í Kópavogi í 3.sæti, Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri í 3.-4. sæti og Tinna Dögg Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri í 5.s æti. Aðrir í framboði eru Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur, Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda, Kristín Thoroddsen varabæjarfulltrúi og flugfreyja og Viðar Snær Sigurðsson öryrki.
Í Suðurkjördæmi  eru frambjóðendur ellefu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra býður sig fram í 1.sæti en það gerir einnig Páll Magnússon fv.útvarpsstjóri. Ásmundur Friðriksson alþingismaður býður sig fram í 1.-2. sæti og Árni Johnsen fv.alþingismaður í eitt af efstu sætunum. Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður býður sig fram í 2.sæti, Oddgeir Ágúst Ottesen varaþingmaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Árnason alþingismaður í 3. sæti, Kristján Óli Níels Sigmundsson í 3.-4.sæti, Ísak Ernir Kristinsson verkefnastjóri í 4. sæti, Bryndís Einarsdóttir í 4.sæti og Brynjólfur Magnússon í 5. sæti.
Í Norðausturkjördæmi hefur Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður lýst yfir framboði í 2. sætið en ekki er annað vitað en að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sækist eftir því að leiða listann áfram. Framboðsfrestur er ekki runninn út í Norðausturkjördæmi.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: