Framboðsmál Samfylkingarinnar

samfylkingForval verður haldið hjá Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og í Reykjavíkurkjördæmunum helgina 8.-10.september. Uppstilling verður hins vegar í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi.
Í Norðvesturkjördæmi rann framboðsfrestur út á föstudaginn. vitað er um þrjú framboð. Þau eru frá Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanni í 1.sætið, Gunnari Brjánssyni framkvæmdastjóra í 1.sætið og Ingu Björk Bjarnadóttur í 1.-2.sæti.
Í Suðvesturkjördæmi býður Árni Páll Árnason alþingismaður og fv.formaður Samfylkingarinnar sig til áframhaldandi forystu. Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar býður sig fram í 1.-2. sæti. Í annað sætið bjóða sig fram Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Sema Erla Sedar formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Í þriðja sætið bjóða sig fram Símon Birgisson leikhúsfræðingur og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Framboðsfrestur rennur út 2. september.
Í Reykjavíkurkjördæmunum bjóða þingmennirnir fjórir sig fram áfram. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sækist eftir 1.sæti, Valgerður Bjarnadóttir í 1.-2.sæti en þeir Össur Skarphéðinsson og Helgi Hjörvar hafa ekki gefið upp sæti enn sem komið er. Þá hafa þeir Gunnar Alexander Ólafsson og Magnús Már Guðmundsson boðið sig fram í 3.-4.sæti. Framboðsfrestur rennur út 3. september.
Í Suðurkjördæmi verður stillt upp og hefur Oddný Harðardóttir alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar sagt að hún sækist eftir endurkjöri. Í Norðausturkjördæmi er einnig uppstilling en þar hefur enginn gefið sig fram opinberlega en búist er við að Logi Eianrsson bæjarfulltrúi á Akureyri og varaformaður Samfylkingarinnar leiði listann.

 

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: