Framboðsmál Framsóknarflokksins

framsoknÁ laugardaginn verður valið á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Í Reykjavíkurkjördæmi suður býður Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sig ein fram í 1.sætið. Í annað sætið býður sig fram Alex Björn B. Stefánsson og Gissur Guðmundsson í 2.-3.sæti. Í norðurkjördæminu bjóða þeir Karl Garðarsson alþingismaður, Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður og Haukur Logi Karlsson lögfræðingur sig allir fram í efsta sætið og Lárus Sigurður Lárusson sig fram í 2.sætið. Aðrir sem bjóða sig fram í 2.-5.sæti eru Ásgerður Jóna Flosadóttir, Björn Ívar Björnsson, Gunnar Kristinn Þórðarson, Ingvar Mar Jónsson og Sævar Þór Jónsson.
Í Norðvesturkjördæmi verður stillt upp á lista og verður gengið frá endanlegum lista á kjördæmisþingi fyrstu helgina í september. Þar sækist Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir því að leiða listann áfram og Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður sækist eftir 2.sætinu.
Í Norðausturkjördæmi verður valið á lista á tvöföldu kjördæmisþingi 17. september. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv.forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins sækist eftir að leiða listann en alþingismennirnir Höskuldur Þórhallsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir sækjast öll eftir endurkjöri.
Í Suðurkjördæmi verður valið á lista á tvöföldu kjördæmisþingi 24. september. Búist er við að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra leiði listann og hefur Silja Dögg Gunnarsdóttir boðið sig fram í 2.sætið. Einar Freyr Elínarson hefur gefið kost á sér í 3.sætið.
Á fimmtudagskvöld verður ákveðið á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hvaða aðferð viðhöfð til að velja á framboðslista. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra og Willum Þór Þórsson alþingismaður gefa kost á sér til endurkjörs.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: