Framboðsmál framboða sem ekki hafa þingmenn

vidreisnC-listi Viðreisn. Er nýtt stjórnmálaafl og það eina fyrir utan þá flokka sem hafa þingmenn sem mælst hafa með nægilegt fylgi til að ná kjörnum þingmönnum. Flokkurinn boðar að framboðslistar verði klárir um næstu mánaðarmót en uppstillingarnefndir eru að störfum í öllum kjördæmum.
dogunT-listi Dögun. Bauð fram í síðustu alþingiskosningum og hlaut þá 3,1% atkvæða. Um helgina tilkynnti Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi að hann myndi bjóða sig fram undir merkjum Dögunar. Það gerðu einnig Ása Lind Finnbogadóttir, Baldvin Björgvinsson, Björgvin Vídalín, Erling Ingvarsson, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, Gunnar Skúli Ármannsson, Helga Þórðardóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Sigríður Fossberg Thorlacius og Sigurjón Þórðarson fv. alþingismaður Frjálslynda flokksins. Kjördæmisráð villa að uppstillingu í öllum kjördæmum.
FlheimilannaI-listi Flokkur heimilanna. Flokkurinn bauð fram í síðustu alþingiskosningum og hlaut 3,0% atkvæða. Ekki er vitað af neinni virkni í flokknum eftir það en forsvarsmenn flokksins segjast vera að íhuga framboð nái þeir að stilla upp listum í öllum kjördæmum.
AltfylkingR-listi Alþýðufylkingin bauð fram í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum og hlaut 118 atkvæði. Flokkurinn stefnir að framboði í öllum kjördæmum.
humanistaflH-listi Húmanistaflokkurinn bauð fram í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum og hlaut 126 atkvæði. Flokkurinn boðar framboð í komandi alþingiskosningum en óvíst í hvað mörgum kjördæmum.
islenskathjodE-listi Íslenska þjóðfylkingin er nýr stjórnmálaflokkur sem m.a. inniheldur félagsmenn úr Hægri grænum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
FlokkurfolksF-listi Flokkur fólksins er nýr stjórnmálaflokkur og undirbýr framboð í öllum kjördæmum og stefnir á framboðslistar verði tilbúnir 10.september n.k.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: