Sturla Jónsson í framboð fyrir Dögun

dogunSturla Jónsson forsetaframbjóðandi og vörubílstjóri hefur ákveðið að bjóða sig fram til Alþingis í komandi kosningum undir merkjum Dögunar. Sturla leiddi lista Frjálslynda flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 2009 og en listinn hlaut 700 atkvæði eða 1,98%. Hann bauð fram eigin lista undir nafninu Sturla Jónsson – K-listi í alþingiskosningunum 2013 og hlaut þá 222 atkvæði eða 0,63%. Sturla bauð sig fram í forsetakosningunum í sumar og hlaut þá samtals 6.446 atkvæði og 3,53% gildra atkvæða.
Dögun hélt í dag vinnufund þar sem kosningaundirbúningur var m.a. á dagskrá. Auk Sturlu hafa a.m.k. eftirtaldir lýst yfir framboði fyrir Dögun á facebooksíðum sínum: Ása Lind Finnbogadóttir, Baldvin Björgvinsson, Björgvin Vídalín, Erling Ingvarsson, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, Gunnar Skúli Ármannsson, Helga Þórðardóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Sigríður Fossberg Thorlacius og Sigurjón Þórðarson fv. alþingismaður Frjálslynda flokksins.

 

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: