Framboðsmál flokkanna að skýrast

kosn2016Framboðsmál þeirra ellefu framboða sem boðað hafa framboð eru á misjöfnum stað en eru þó að skýrast hjá stærstu stjórnmálaflokkunum.
Píratar hafa þegar lagt fram framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi. Prókjöri fyrir höfuðborgarkjördæmin og Suðurkjördæmi lýkur 12. ágúst og í Norðvesturkjördæmi 14. ágúst.
Sjálfstæðisflokkurinn mun ákveða framboðslista sína í prófkjörum í Reykjavík og Norðvesturkjördæmi þann 3.september, í Suðvestur- og Suðurkjördæmum 10. september og á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi 3.-4. september.
Framsóknarflokkurinn raðar á lista í Reykjavík þann 27. ágúst á tvöföldu kjördæmisþingi. Kjördæmisþing til að ákveða framboðsaðferðir í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi verða haldin 20. ágúst og í Suðvesturkjördæmi 25. ágúst.
Samfylkingin verður með forval 8.-10. september í Norðvesturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavík en stillt verður upp á lista í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi.
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur samþykkt framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi. Forvali í Norðvesturkjördæmi lýkur 5. september en stillt verður upp í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðurkjördæmi. Tillaga liggur fyrir í Suðvesturkjördæmi um uppstillingu.
Viðreisn boðar að uppstillingu á lista verði lokið um næstu mánaðarmót. Að auki hafa Dögun, Flokkur fólksins og Alþýðufylkingin boðað framboð.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: