Sarpur fyrir ágúst, 2016

Viðreisn – þrjú efstu sætin í Norðvestur

vidreisnÁ vef BB.is í dag kemur fram að þrjú efstu sætin á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi skipi Gylfi Ólafsson hagfræðingur í Reykjavík (frá Ísafirði), Lee Ann Maginnis verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Blönduósi og Sturla Rafn Guðmundsson svæðisstjóri í Garðabæ. Jafnframt kemur fram að fullskipaðir listar Viðreisnar verði birtir þann 12. september n.k.

Færðu inn athugasemd

Höskuldur sækist eftir að leiða í Norðaustur

framsoknHöskuldur Þórhallsson alþingismaður sækist eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og núverandi oddviti flokksins kjördæminu hefur einnig gefið út að hann sækist eftir að leiða listanna áfram. Þá hafa þær Lineik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir sem einnig eru þingmenn flokksins í kjördæminu gefið út að þær sækist eftir endurkjöri. Framboðsfrestur rennur út 2. september en valið verður á listann á tvöföldu kjördæmisþingi 17. september.

Færðu inn athugasemd

VG í Norðvestur hefur póstkosningu að nýju

VGÁ vef Skessuhorns kemur fram að kjörstjórn Vinstrihreyfingingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi hafi ákveðið að senda út nýja kjörseðla vegna forvals flokksins í kjördæminu og ógilda þannig áður senda kjörseðla. Síðasti dagur til að póstleggja atkvæðaseðlana átti að vera 5.september er ljóst er að það frestast eitthvað. Samtals eru 1.102 félagar í félögum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi og hefur fjölgað um 650 manns undanfarið. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 1.470 atkvæði.

Færðu inn athugasemd

Brynjar vill í 3.sæti og Birgir í 2.-4.sæti

sjalfstflBrynjar Níelsson alþingismaður sækist eftir 3.sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Birgir Ármannsson alþingismaður sækist eftir 2.-4.sætinu. Aðrir sem eru í framboði eru: Ólöf Nordal innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem sækist eftir 1. sæti. Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigríður Á. Andersen alþingismenn sækist eftir 2.sæti.  Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins sækjast eftir 3. sæti. Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður og Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sækjast eftir 4. sæti og Guðmundur Franklin Jónsson fv.formaður Hægri grænna sækist eftir 4.-6.sæti. Þá sækist Sindri Einarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eftir 5.sæti. Auk þess er Kristjana G. Kristjánsdóttir í framboði.

Færðu inn athugasemd

Steinunn Ýrr vill 3.-4.sæti í Reykjavík

samfylkingStein­unn Ýr Ein­ars­dótt­ir rit­ari kvenna­hreyf­ing­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sæk­ist eft­ir 3.-4. stæi í forvarli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík. Aðrir sem boðið hafa sig fram eru: Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður sem sækist eftir 1.sæti, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður í 1.-2.sæti en alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Helgi Hjörvar hafa ekki gefið upp sæti enn sem komið er. Sig­urður Hólm Gunn­ars­son býður sig fram í 2.-3. sæti. Þá hafa þeir Gunnar Alexander Ólafsson og Magnús Már Guðmundsson boðið sig fram í 3.-4.sæti og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson í 4.-6.sæti Forvalið fer fram 8.- 10. sept­em­ber næst­kom­andi.Framboðsfrestur rennur út 3. september.

Færðu inn athugasemd

Tíu í prófkjöri D-lista í Norðaustur

sjalfstflTíu gefa kost á sér í sex efstu sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi en kosið um sætin á tvöföldu kjördæmisþingi 3. og 4. september n.k. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra býður sig einn fram í 1.sætið. Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður og Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi á Akureyri bjóða sig fram í 2. sætið. Ingbjörg Jóhannsdóttir nemi á Akureyri býður sig fram í 2.-5. sæti. Valdimar O. Hermannsson bæjarfulltrúi í Fjarðbyggð og Arnbjörg Sveinsdóttir fv.alþingismaður á Seyðisfirði bjóða sig fram í 3.sæti. Ketill Sigurður Jóelsson nemi á Akureyri og Elvar Jónsson laganemi og varaformaður SUS á Akureyri bjóða sig fram í 4.sætið. Melkorka Ýrr Yrsudóttur nemi á Akureyri býður sig fram í 4.-6.sæti og Daníel Sigurður Edvaldsson fjölmiðlafræðingur á Akureyri býður sig fram í 5.-6.sæti.

Færðu inn athugasemd

Ólöf Nordal vill 1. sæti í Reykjavík

sjalfstflÓlöf Nordal innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún greinir frá þessu á facebooksíðu sinni. Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigríður Á. Andersen alþingismenn sækist eftir 2.sæti. Alþingismennir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson sækjast eftir sætum ofarlega. Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins sækjast eftir 3. sæti. Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður og Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sækjast eftir 4. sæti og Guðmundur Franklin Jónsson fv.formaður Hægri grænna sækist eftir 4.-6.sæti. Þá sækist Sindri Einarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eftir 5.sæti. Auk þess er Kristjana G. Kristjánsdóttir í framboði.

Færðu inn athugasemd