Sarpur fyrir júlí, 2016

Teitur Björn vill 1.sætið í NV

xdTeitur Björn Einarsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra sækist eftir 1.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á BB.is í dag. Teitur Björn er sonur Einars Odds Kristjánssonar heitins sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Færðu inn athugasemd

Prófkjör Pírata – viðbót

piratarÍ Norðvesturkjördæmi hafa bæst við: Egill Hansson, Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir og Hertbert Snorrason. Á höfuðborgarsvæðinu hafa bæst við Elsa Kristín Sigurðardóttir, Friðrik Þór Gestsson, Jón Jósef Bjarnason og Vigdís Pálsdóttir.

Framboðsfrestur í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu og í Suðurkjördæmi er til 1.ágúst. Netkosning hefst daginn eftir og stendur til 12. ágúst.  Framboðsfrestur er til 7.ágúst í Norðvesturkjördæmi. Þar lýkur kosningu 14. ágúst.

Færðu inn athugasemd

Þorsteinn Sæmundsson í Reykjavík-norður

xbÞorsteinn Sæmundsson alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur sent frá yfirlýsingu þess efnis að hann sækist eftir að leiða Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Færðu inn athugasemd

Prófkjör Pírata – fleiri framboð

Suðurkjördæmi: Sighvatur Lárusson

Reykjavík norður og suður & Suðvesturkjördæmi: Bergþór Heimir Þórðarson, Sara Þórðardóttir Oskarsson, Þór Saari og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Reykjavík norður: Seth Sarp.

Færðu inn athugasemd

Haraldur Einarsson ekki í framboð

xbHaraldur Einarsson þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi tilkynnti á facebooksíðu sinni í morgun að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til þingsetu í haust.

Færðu inn athugasemd

Framboð í prófkjörum Pírata

piratarEftirtalin framboð eru komin fram í prófkjörum Pírata. Framboðsfrestur rennur út 1. ágúst í Suðurkjördæmi og í sameiginlegu prófkjöri á höfuðborgarsvæðinu en 7. ágúst í Norðvesturkjördæmi.  Ath. að sömu nöfn koma fyrir í fleiri en einu kjördæmi á höfuðborgarsvæðinu.

Norðvesturkjördæmi(16): Eiríkur Theódórsson, Elías Svansson, Eva Pandora Baldursdóttir, Fjölnir Már Baldursson, Gunnar Ingiberg Guðmundsson, Gunnar Jökull Karlsson, Gunnar Örn Rögnvaldsson, Hafsteinn Sverrisson, Hildur Jónsdóttir, Lind Völundardóttir, Magnús Freyr Ingjaldsson, Ómar Ísak Hjartarson, Sigurbrandur Jakobsson, Þórður Guðsteinn Pétursson, Þorgeir Pálsson og Þráinn Svan Gíslason.

Suðurkjördæmi(23): Albert Svan Sigurðsson, Álfheiður Eymarsdóttir, Ármann Halldórsson, Björn Helgason, Elín Finnbogadóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Elvar Máni Svansson, Friðrik Guðmundsson, Halldór Berg Harðarson, Hólmfríður Bjarnadóttir, Jack Hrafnkell Daníelsson, Kári Jónsson, Karl Oskar Svendsen, Kristínn Ágúst Eggertsson, Marteinn Þórsson, Oktavía Jónsdóttir, Sigurður Ágúst Hreggviðsson, Sigurður Kristinsson, Smári McCharthy, Trausti Björgvinsson, Valgarður Reynisson, Vilhjálmur Geir Ásgeirsson og Þórólfur Júlían Dagsson.

Suðvesturkjördæmi(32): Andri Þór Sturluson, Arnar Ævarsson, Ásta Hafberg, Birgir Steinarsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjartur Thorlacius, Finnur Þ. Gunnþórsson, Friðfinnur Finnbjörnsson, Grímur Friðgeirsson, Guðbrandur Jónsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hákon Helgi Leifsson, Helena Stefánsdóttir, Hermundur Sigmundsson, Kári Valur Sigurðsson, Kristín Vala Ragnarsdóttir, Kristján Óttar Klausen, Lárus Vilhjálmsson, Lýður Árnason, Mínerva Margrét Haraldsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Percy B. Stefánsson, Ragnar Þór Jónsson, Róbert Marvin Gíslason, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Sigurður Erlendsson, Sigurður Haraldsson, Sigurjón Þorbergsson, Snæbjörn Brynjarsson, Sveinn Guðmundsson, Unnar Már Sigurbjörnsson og Viktor Traustason.

Reykjavíkurkjördæmi suður(35): Ágústa Erlingsdóttir, Andrés Helgi Valgarðsson, Andri Þór Sturluson, Arnaldur Sigurðarson, Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgir Steinarsson, Birgitta Jónsdóttir, Björn Axel Jónsson, Dagbjört L. Kjartansdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Elsa Nore, Friðrik Álfur Mánason, Guðjón Sigurbjartsson, Guðmundur Ásgeirsson, Guðni Jóhann Brynjarsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Heiðrún Bergsdóttir, Helgi Már Friðgeirsson, Hrannar Jónsson, Hugi Hrafn Ásgeirsson, Jóhanna Sesselja Erludóttir, Jón Þór Ólafsson, Karl Brynjar Magnússon, Katla Hólm Þórhildardóttir, Kjartan Jónsson, Kristján Óttar Klausen, Mínerva Margrét Haraldsdóttir, Nói Kristinsson, Olga Margrét Cilia, Sigrún Viðarsdóttir, Sigurður Haukdal, Sigurjón Þorbergsson, Sveinn Guðmundsson, Þorsteinn Barðason og Viktor Orri Valgarðsson.

Reykjavíkurkjördæmi norður(41): Aðalsteinn Agnarsson, Andri Þór Sturluson, Arnar Ingi Thor Ingimarsson, Árni Björn Guðjónsson, Árni Steingrímur Sigurðsson, Ásta Guðrún Helgadóttir, Axel Már Arnarsson, Benjamín Sigurgeirsson, Birgir Steinarsson, Birgitta Jónsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Brandur Bjarnason Karlsson, Dagbjört L. Kjartansdóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Erna Ýr Öldudóttir, Friðrik Indriðason, Guðfinna Kristinsdóttir, Gunnar Hrafn Jónsson, Hákon Már Oddsson, Halldóra Mogensen, Haukur Smári Gíslason, Heimir Örn Hólmarsson, Hrannar Jónsson, Jakob Trausti Arnarsson, Jón Eggert Guðmundsson, Kári Gunnarsson, Katla Hólm Þórhildardóttir, Kristján Már Gunnarsson, Kristján Óttar Klausen, Lilja Sif Þorsteinsdóttir, Lind Völundardóttir, María Hrönn Gunnarsdóttir, Mínerva Margrét Haraldsdóttir, Ólafur Örn Jónsson, Olga Margrét Cilia, Salvör Kristjana Gissurardóttir, Sigurjón Árnason, Sigurjón Þorbergsson, Svafar Helgason, Sveinn Guðmundsson og Þorsteinn Hjálmar Gestsson.

 

Færðu inn athugasemd

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 3. og 10. september

xdPrófkjör Sjálfstæðisflokksins í haust verða sem hér segir:

  • Norðvesturkjördæmi – prófkjör 3. september – framboðsfrestur til 5. ágúst kl.16.
  • Reykjavíkurkjördæmin – prófkjör 3. september – framboðsfrestur til 12. ágúst kl. 16
  • Norðausturkjördæmi – tvöfalt kjördæmisþing 3.-4.september
  • Suðurkjördæmi – prófkjör 10. september – framboðsfrestur til 10. ágúst kl.24
  • Suðvesturkjördæmi – prófkjör  10. september – framboðsfrestur til 19. ágúst kl.16

Færðu inn athugasemd

Píratar verða P-listi í næstu kosningum

piratarPíratar hafa fengið listabókstafinn P samþykktan fyrir framboð sitt til næstu Alþingiskosninga. Í síðustu Alþingiskosningum bauð flokkurinn undir listabókstafnum Þ.

Færðu inn athugasemd

Framboð í prófkjörum Pírata og VG

vgRúnar Gíslason, tvítungur Borgnesingur, býður sig fram í 1.-3. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Áður hafði þingmaður flokksins í kjördæminu, Lilja Rafney Magnúsdóttir boðið sig fram í 1.sætið
piratarErna Ýr Öldudóttir fv. formaður framkvæmdaráðs Pírata gefur kost á sér í prófkjöri Pírata í Reykjavík.

Hafsteinn Sverrisson í Borgarfirði býður sig fram í 2.-3. sætið í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi.

Friðrik Álfur Mánason býður sig fram í 6.-10.sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Snæbjörn Brynjarsson býður sig fram í 2. – 16. sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi eftir því sem kjósendur vilja.

Vilhjálmur Ásgeirsson býður sig fram í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi.

 

 

Færðu inn athugasemd

Forval hjá Samfylkingu í Reykjavík

xsÍ gærkvöld ákvað Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík að boða til flokksvals með þátttöku flokksmanna og skráðra stuðningsmanna 8. – 10. september nk. Í raun er því um opið prófkjör að ræða. Sett var ákvæði sem tryggir frambjóðendum yngri en 35 ára eitt af þremur efstu sætum í báðum kjördæmum. Valnefnd (uppstillingarnefnd) raðar í þau sæti sem ekki eru bundin, þ.e. frá og með 5. sæti í báðum kjördæmum. Þetta kemur fram á facebook-síðu Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Færðu inn athugasemd