Kjörsókn í forsetakosningum

kjorsoknSjö sinnum hefur almenningur á Íslandi gengið til forsetakosninga. Kjörsókn í þessum kosningum hefur verið afar mismunandi. Mest var hún í kosningunum 1968 þegar Kristján Eldjárn var kjörinn forseti eða 92,2%. Þar á eftir var það í kosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin eða 90,5%. Þá var 85,9% kjörsókn 1996 og 82% kjörsókn 1952. Það hefur því verið góð kjörsókn þegar að íslendingar hafa valið sér nýjan forseta.

Lélegasta kjörsóknin fram að þessu var í forsetakosningunum 2004 þegar aðeins 62,9% ómökuðu sig á kjörstað. Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn í þessum kosningum en mótframbjóðendur hans voru þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Óvenjumikið var um auða seðla en sigur Ólafs Ragnars aldrei í hættu. Næst minnsta þátttakan var í kosningum 2012 þegar Ólafur Ragnar var endurkjörinn með ríflega helming atkvæða en Þóra Arnórsdóttir leiddi í skoðanakönnunum framan af. Þriðja minnsta kjörsóknin var 1988 þegar Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur eða 72,8%. Vigdís hlaut 94,6% atkvæða og því engin spenna varðandi þær kosningar.

En hvernig verður þetta í ár? Samkvæmt skoðanakönnunum er einn frambjóðandi með yfirgnæfandi fylgi og til þess að það breytist þyrfti eitthvað stórkostlegt að gerast á síðustu dögunum. Ofan á þetta er síðan fjöldi manns að fylgjast með EM í fótbolta í Frakklandi en óvenjumargir kosið utan kjörfundar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Að auki er um að ræða upphaf hefðbundins sumarfrístíma hjá almenningi. Tímasetning kosninganna auk lítillar spennu leiðir gæti því leitti til þess að að kjörsóknin á laugardaginn geti farið allt niður í 60% sem yrði lélegasta kjörsókn frá upphafi. Fari svo er réttast að færa kjördag fram um mánuð þannig að hann verði síðusta laugardag í maí líkt og í sveitarstjórnarkosningum.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: