Tólf frambjóðendur í prófkjöri Pírata í NA

piratarTólf buðu sig fram í prófkjör Pírata í Norðausturkjördæmi. Þau eru: Albert Gunnlaugsson, Siglufirði, Björn Þorláksson, Akureyri, Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Akureyri, Gunnar Ómarsson, Akureyri, Gunnar Rafn Jónsson, Húsavík, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, Akureyri, Hans Jónsson, Akureyri, Helgi Laxdal, Svalbarðsströnd, Kristín Amalía Atladóttir, Hjaltastaðaþingá, Stefán Valur Víðisson, Egilsstöðum, Sveinn Guðmundsson, Reykjavík og Sævar Þór Halldórsson, Djúpivogi.

Uppfært 9.6.2016 Sveinn Guðmundsson hefur dregið framboð sitt til baka, sjá athugasemd við frétt. 

„Kosið verður fyrir næstu mánaðamót í rafrænu lokuðu prófkjöri meðal skráðra félagsmanna í Pírötum og geta þeir einir greitt atkvæði sem hafa lögheimili í kjördæminu og höfðu skráð sig í Pírata áður en frestur rann út til að hafa áhrif á uppröðun, fyrir um tíu dögum.“ Þetta kemur fram á facebook-síðu Björns Þorlákssonar.

Albert Gunnlaugsson var í 10. sæti á lista Sameiningar í Dalvíkurbyggð í sveitarstjórnarkosningunum 2002 og 1998, í 12. sæti á sameiginlegum lista Þjóðarflokksins og Flokks mannsins í alþingiskosningunum 1991 og í 8.sæti á lista Bandalags Jafnaðarmanna 1983. Björn Þorláksson skipaði 8. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2010. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skipaði 3. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum 2013. Helgi Laxdal skipaði 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningum 2013.

Auglýsingar
  1. #1 by Halldór Arason on 9.6.2016 - 10:31 e.h.

    Þess má geta að einn frambjóðandi, Sveinn Guðmundsson, hefur dregið framboð sitt til baka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: