Sarpur fyrir júní, 2016

Könnun frá Gallup – kosið á morgun

gallupRÚV sagði í dag frá könnun Gallup á fylgi forsetaframbjóðendanna sem gerð var 20.-24. júní sl. Guðni Th. Jóhannesson er með 44,6% sem er minna en í undanförnum könnunum sem samt með mikla yfirburði og fátt getur því komið í veg fyrir að hann verði næsti forseti lýðveldisins. Halla Tómasdóttir er önnur með 18,6% og þeir Davíð Oddson og Andri Snær Magnason með um 16% hvor. Þar á eftir koma Sturla Jónsson með 2,5%, Elísabet Jökulsdóttir 1,1%, Ástþór Magnússon 0,7%, Guðrún Margrét Pálsdóttir 0,5% og Hildur Þórðardóttir mældist ekki með neitt fylgi þriðju könnunina í röð.

Færðu inn athugasemd

Tvöfalt kjördæmisþing hjá Framsókn í Reykjavík

xbFramsóknarflokkurinn í Reykjavík mun velja á framboðslista í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi alþingiskosningar á tvöföldu kjördæmisþingi 27. ágúst. Þetta var ákveðið á fundi í gærkvöldi.

Fram hefur komið að þau Sigrún Magnúsdóttir og Frosti Sigurjónsson ætla ekki að gefa kost á sér og þau Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson hafa ekki gefið upp hvort þau sækist eftir endurkjöri.

Færðu inn athugasemd

Tvær skoðanakannanir – tveir dagar til kosninga

kannanirÍ morgun birti Fréttablaðið könnun um fylgiforsetaframbjóðenda sem gerð var 21.júní og Morgunblaið birti könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var 19.-22.júní. Helstu niðurstöður eru þær að Guðni Th. Jóhannesson er með langmest fylgi eins og í fyrri könnunum, mælist nú með 46% og 49% fylgi. Halla Tómasdóttir heldur áfram að bæta við sig fylgi og er nú í öðru sæti með 13% og tæplega 20% fylgi. Næstir koma þeir Davíð Oddsson og Andri Snær Magnason. Davíð með 16% og 12,4% og Andri með tæplega 16% og 13% fylgi. Aðrir mælast með 6,2% og 6,1% fylgi sem skiptist þannig: Sturla Jónsson 3,7% og 2,5%, Ástþór Magnússon 1,4% og 1,7%, Elísabet Jökulsdóttir 0,6% og 1,5%, Guðrún Margrét Pálsdóttir 0,3% og 0,0%. Hildur Þórðardóttir mældist ekki með neitt fylgi í hvorugri könnuninni.

 

Færðu inn athugasemd

Kjörsókn í forsetakosningum

kjorsoknSjö sinnum hefur almenningur á Íslandi gengið til forsetakosninga. Kjörsókn í þessum kosningum hefur verið afar mismunandi. Mest var hún í kosningunum 1968 þegar Kristján Eldjárn var kjörinn forseti eða 92,2%. Þar á eftir var það í kosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin eða 90,5%. Þá var 85,9% kjörsókn 1996 og 82% kjörsókn 1952. Það hefur því verið góð kjörsókn þegar að íslendingar hafa valið sér nýjan forseta.

Lélegasta kjörsóknin fram að þessu var í forsetakosningunum 2004 þegar aðeins 62,9% ómökuðu sig á kjörstað. Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn í þessum kosningum en mótframbjóðendur hans voru þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Óvenjumikið var um auða seðla en sigur Ólafs Ragnars aldrei í hættu. Næst minnsta þátttakan var í kosningum 2012 þegar Ólafur Ragnar var endurkjörinn með ríflega helming atkvæða en Þóra Arnórsdóttir leiddi í skoðanakönnunum framan af. Þriðja minnsta kjörsóknin var 1988 þegar Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur eða 72,8%. Vigdís hlaut 94,6% atkvæða og því engin spenna varðandi þær kosningar.

En hvernig verður þetta í ár? Samkvæmt skoðanakönnunum er einn frambjóðandi með yfirgnæfandi fylgi og til þess að það breytist þyrfti eitthvað stórkostlegt að gerast á síðustu dögunum. Ofan á þetta er síðan fjöldi manns að fylgjast með EM í fótbolta í Frakklandi en óvenjumargir kosið utan kjörfundar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Að auki er um að ræða upphaf hefðbundins sumarfrístíma hjá almenningi. Tímasetning kosninganna auk lítillar spennu leiðir gæti því leitti til þess að að kjörsóknin á laugardaginn geti farið allt niður í 60% sem yrði lélegasta kjörsókn frá upphafi. Fari svo er réttast að færa kjördag fram um mánuð þannig að hann verði síðusta laugardag í maí líkt og í sveitarstjórnarkosningum.

Færðu inn athugasemd

Engin skoðanakönnun í viku – 3 dagar til kosninga

forsetakosningar-logoNú er vika síðan að síðasta skoðanakönnun um fylgi við forsetaframbjóðendur birtist. Í henni hafði Guðni Th. Jóhannesson 51% fylgi eða þrisvar sinnum meira fylgi en Davíð Oddsson sem kom næstur. Næst þeim komu síðan þau Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir. Ólíklegt er að staða Guðna hafi breyst það mikið að það komi í veg fyrir sigur hans í kosningunum og kannski snýst spennan um að hvernig þau þrjú næstu raðist upp. Líklegt er að kannanafyrirtækjum og fjölmiðlum þyki ekki gáfulegt að eyða fjármagni í að gera margar kannanir þegar að munurinn er svo mikill. Líklegt verður þó að telja að einhverjar skoðanakannanir birtist á þeim þremur dögum sem eftir eru að kosningabaráttunni.

Færðu inn athugasemd

Prófkjör Pírata í Norðausturkjördæmi

piratarPrófkjör Pírata í Norðausturkjördæmi stendur yfir það en um rafræna kosningu er að ræða sem stendur til miðnættis 27.júní n.k. Þegar þetta er skrifað hafa 36 greitt atkvæði. Fjórtán eru í framboði samkvæmt kosningasíðunni. Þau eru: Albert Gunnlaugsson, Arndís Bergsdóttir, Björn Þorláksson, Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Gunnar Ómarsson, Gunnar Rafn Jónsson, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, Hans Jónsson, Helgi Laxdal, Íris Hrönn Garðarsdóttir, Jóhannes Guðni Halldórsson, Kristín Amalía Atladóttir, Stefán Valur Víðisson og Sævar Þór Halldórsson.

Færðu inn athugasemd

245 þúsund á kjörskrárstofni fyrir forsetakosningarnar

forsetakosningar-logoSamkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru 245.004 á kjörskrárstofni fyrir forsetakosningarnar á laugardaginn. Til samanburðar voru 235.743 á kjörskrá í kosningunum 2012 og 194.705 í kosningunum 1996 þegar að Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti í fyrsta skipti.

Flestir eru á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum, samtals 91.435, í Suðvesturkjördæmi eru 67.478, Suðurkjördæmi 35.136, Norðausturkjördæmi 29.531 og í Norðvesturkjördæmi 21.424.  Fæstir eru á kjörskrá í Helgafellssveit 41, Skorradalshreppi 48, Árneshreppi 48 og Tjörneshreppi 58.

Nýjir kjósendur, þ.e. þeir sem ekki gátu kosið í forsetakosningunum 2012 eru 17.822 eða 7,3%. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 13.077 eða 5,3%.

Færðu inn athugasemd

Listi VG í Norðausturkjördæmi

vgVinstrihreyfingin grænt framboð í Norðausturkjördæmi birti i dag fyrsta framboðslistann sem samþykktur hefur verið fyrir komandi alþingiskosningar. Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir leiða listann eins og í síðustu kosningum. Björn Valur sem var þingmaður flokksins í kjördæminu 2009-2013 er i 3. sæti en var í 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Ingibjörg Þórðardóttir er áfram í 4. sætinu. Listinn er sem hér segir:

Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum Þistilfirði
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði
Björn Valur Gíslason, stýrimaður, fv.alþingismaður, Akureyri
Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
Óli Halldósson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
Bergind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi
Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri
Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði
Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit
Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum
Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri og nemi, Norðurþingi
Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri, Akureyri
Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri
Kristján Eldján Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvíkurbyggð
Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri
María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum
Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur og fv.rektor, Akureyri
Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri

Færðu inn athugasemd

Könnun frá Gallup – 10 dagar til kosninga

GallupRÚV birti í dag skoðanankönnun um fylgi forsetaframbjóðendanna en í dag eru tíu dagar til kosninga. Guðni Th. Jóhannesson mælist nú með 51% fylgi sem er 4-5% minna fylgi en í tveimur síðustu könnunum sem voru frá Félagsvísindastofnun og Fréttablaðinu. Davíð Oddsson er með 16,4% sem er svipað og í síðustu könnunum. Andri Snær Magnason er með 15,5% sem er nokkur aukning frá síðustu könnunum. Munurinn á Davíð og Andra Snæ er innan skekkjumarka. Halla Tómasdóttir er með 12,5% sem nokkurn veginn það sama og í könnun Félagsvísindastofnunar en heldur meira en í könnun Fréttablaðsins. Þá er Sturla Jónsson með 2,7%, Elísabet Jökulsdóttir 1,1%, Ástþór Magnússon 0,5%, Guðrún Margrét Pálsdóttir 0,3% og Hildur Þórðardóttir 0,2%.

Færðu inn athugasemd

Könnun í Fréttablaðinu – 11 dagar til kosninga

FrettablFréttablaðið birtir skoðanakönnun í morgun. Könnunin er að mestu leiti í takti við könnun Félagsvísindastofnun sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Guðni Th. Jóhannesson mælist með 56,0% fylgi og Davíð Oddsson með 16,1%. Andri Snær Magnason mælist með 13,1% sem er heldur meira en undanfarið og Halla Tómasdóttir með 9,6% sem er meira en í síðustu könnun Fréttablaðsins en heldur minna en í könnun Félagsvísindastofnunar. Aðrir mælast með 5,2% fylgi en það er ekki sundurgreint í Fréttablaðinu í dag.

Færðu inn athugasemd