Sarpur fyrir maí, 2016

Könnun í Fréttablaðinu

FrbFréttablaðið birtir könnun um fylgi forsetaframbjóðendanna í morgun. Hún er í samræmi við síðustu kannanir nema að Halla Tómasdóttir mælist með ívið meira fylgi og Andri Snær Magnason með heldur minna. Annars eru niðurstöðurnar þær að Guðni Th. Jóhannesson er með 60,4%, Davíð Oddsson 18,5%, Andri Snær Magnason 11,3%, Halla Tómasdóttir 5,9%, Sturla Jónsson um 2% og aðrir um 1,9%.

Færðu inn athugasemd

Róbert og Brynhildur ekki í framboð

BFRóbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum. Hann greindi frá þessu í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Áður hafði Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi gefið út að hún myndi ekki heldur gefa kost á sér.

Færðu inn athugasemd

Könnun frá Maskínu

maskina20-27maiMaskina gerði skoðanakönnun um fylgi forsetaframbjóðendanna 20.-27. maí sl. Í könnuninn fékk Guðni Th. Jóhannesson langmest fylgi eða 59,1% sem er heldur minna fylgi en í síðustu könnunum. Næstur kom Davíð Oddsson með 19% sem er heldur meira en undanfarið. Andri Snær Magnson er þriðji með 15,3% og hefur bætt sig nokkuð frá síðustu könnunum. Halla Tómasdóttir var með 3,4%. Aðrir frambjóðendur mældust með 3,2%. Það fylgi skiptist þannig að Sturla Jónsson hlaut 1,0%, Guðrún Margrét Pálsdóttir 0,9%, Elísabet Jökulsdóttir 0,5%, Ástþór Magnússon 0,2%, Magnús Ingberg Jónsson 0,2%, Baldur Ágústsson 0,1% og Hildur Þórðardóttir 0,1%.

Færðu inn athugasemd

Könnun frá MMR

mmrMMR gerði könnun á fylgi forsetaframbjóðendanna daga 12.-20. maí. sl. Samkvæmt könnuninni nýtur Guðni Th. Jóhannesson 65,6% fylgis sem er svipað og í næstu könnunum þar á undan. Davíð Oddsson mælist með 18,1%, Andri Snær Magnason 11%, Halla Tómasdóttir 2,2% en aðrir mælast samtals með 3,1%.

Færðu inn athugasemd

Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn stofnaður

vidreisnÍ dag var stjórnmálaflokkurinn Viðreisn stofnaður formlega en undirbúningur að stofnun hans hefur staðið undanfarna mánuði. Um er að ræða evrópusinnaðan hægri flokks sem segist berjast gegn sérhagsmunum í íslensku samfélagi. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum.

Stjórn flokksins skipa þau Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur, Ásdís Rafn­ar lög­fræðing­ur, Bjarni Hall­dór Jan­us­son há­skóla­nemi, Daði Már Kristó­fers­son hag­fræðing­ur, Geir Finns­son markaðsstjóri, Georg Brynj­ars­son hag­fræðing­ur, Hulda Herjólfs­dótt­ir Skog­land alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur, Jenny Guðrún Jóns­dótt­ir kenn­ari, Jón Stein­dór Valdi­mars­son lög­fræðing­ur, Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur, Jór­unn Frí­manns­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur, Katrín Kristjana Hjarta­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur, Sig­ur­jón Arn­órs­son viðskipta­fræðing­ur, Vil­mund­ur Jóseps­son, fyrr­ver­andi formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Þór­unn Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar HSS.

Jórunn Frímannsdóttir var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Sigurjón Arnarsson var á lista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar 2014.

 

Færðu inn athugasemd

Björn Þorláksson vill leiða Pírata í Norðaustur

piratarBjörn Þorláksson fv.ritstjóri Akureyris vikublaðs og fv.þáttagerðarmaður á Hringbraut hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1.-3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram á facebook-síðu hans.

Björn skipaði áttunda sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2010.

 

Færðu inn athugasemd

Magnús Ingberg Jónsson ekki í forsetaframboð

forsetakosningar-logoMagnús Ingberg Jónsson fékk bréf þess efnis í dag að of fáar undirskriftir hefðu borist vegna forsetaframboðs hans. Hann vantaði um 300 undirskriftir og er ósáttur við framkvæmd og upplýsingagjöf vegna forsetakosninganna og hyggst skoða að leita réttar síns.

Í framboði verða því þau Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.

Færðu inn athugasemd

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Suðurkjördæmi

xdKjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykkti á fundi sínum á Hellu í dag að viðhafa prófkjör til að velja frambjóðendur á lista flokksins. Talið er líklegt að það verði um mánaðarmótin ágúst/september.

Færðu inn athugasemd

Líklega níu frambjóðendur til forseta

forsetakosningar-logoStaðfest er að níu frambjóðendur skiluðu inn framboðum til embættis forseta Íslands áður en framboðsfrestur rann út á miðnætti í gærkvöldi. Það voru þau Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson. Magnús Ingberg Jónsson skilaði inn framboði með of fáum meðmælendum og hyggst kæra framkvæmd kosninganna.

Færðu inn athugasemd

Baldur Ágústsson dregur framboð sitt til baka

forsetakosningar-logoBaldur Ágústsson sem lýst hafði yfir framboði til embættis forseta Íslands hefur dregið framboð sitt til baka þar sem hann náði ekki að safna tilskyldum fjölda meðmælenda með framboði sínu.

Yfirlýstir frambjóðendur til forseta eru tíu. Þeir eru: Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir,  Hildur Þórðardóttir, Hrannar Pétursson, Magnúr Ingberg Jónsson og Sturla Jónsson.

Færðu inn athugasemd