Páll Jóhann Pálsson ætlar ekki að gefa kost á sér áfram

palljohannPáll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram á kjarninn.is. en fjölmiðlinn spurði alla þingmenn og ráðherra að því hvort þeir ætluðu að bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum.

Flestir þingmenn svöruðu spurningunni játandi en auk Páls Jóhanns hafa Einar Kr. Guðfinnsson, Sigrún Magnúsdóttir og Katrín Júlíusdóttir gefið það út að þau sækist ekki eftir endurkjöri.

Þeir þingmenn sem ekki hafa gert upp hug sinn eru(9): Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstrihreyfingunni grænu framboði, Brynhildur Pétursdóttir Bjarti framtíð, Brynjar Níelsson Sjálfstæðisflokki, Guðmundur Steingrímsson Bjartri framtíð, Karl Garðarsson Framsóknarflokki, Lilja Alfreðsdóttir Framsóknarflokki (utanþingsráðherra), Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki, Róbert Marshall Bjartri framtíð,

Þeir þingmenn sem ekki vildu svara voru(6): Haraldur Einarsson Framsóknarflokki, Katrín Jakobsdóttir Vinstrihreyfingunni grænu framboði, Kristján L. Möller Samfylkingu, Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokki, Ögmundur Jónasson Vinstrihreyfingunni grænu framboði og Össur Skarphéðinsson Samfylkingu.

Ekki fengust svör frá þeim (8) Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Sjálfstæðisflokki, Höskuldi Þórhallssyni Framsóknarflokki, Illuga Gunnarsson Sjálfstæðisflokki, Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur Framsóknarflokki, Ragnheiði Elínu Árnadóttur Sjálfstæðisflokki, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni Framsóknarflokki, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur Samfylkingu og Vigdísi Hauksdóttir Framsóknarflokki.

 

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: