Sarpur fyrir apríl, 2016

Ný könnun um forsetaframboð

MaskinaSamkvæmt skoðanakönun Maskínu sem gerð var dagana 18.-29. apríl sögðust 46% myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, 24,6% Guðna Th. Jóhannesson og 15% Andra Snæ Magnason.  Frá þessu segir á mbl.is. Guðni Th. hefur ekki gefið út hvort hann gefi kost á sér. Aðrir frambjóðendur skiptu með sér um 14% en enginn þeirra hlaut meira en 2%. Athygli vekur að Halla Tómasdóttir sem mælst hefur með 8-9% náði ekki 2%. Spurt var opið um hvaða frambjóðanda fólk myndi kjósa og var svarhlutfall tæplega 70%.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun um fylgi við forsetaframbjóðendur

konnunFyrirtækið Zenter kannaði afstöðu fólks til forsetaframbjóðenda dagana 20.-28. apríl sl. Um 70% tóku afstöðu. Flestir nefndu Ólaf Ragnar Grímsson eða 57,6% þeirra sem afstöðu tóku. Næstur á eftir honum kom Andri Snær Magnason með 25,8% og þá Halla Tómasdóttir með 8,7%. Aðrir frambjóðendur mældust með innan við 3%. Hrannar Pétursson var með 2,1% og Bæring Ólafsson 1,5% en þeir hafa báðir dregið framboð sín til baka. Ástþór Magnússon mældist með 1,4%, Sturla Jónsson 0,9%, Magnús Inga Magnússon 0,8%, Guðrún Margrét Pálsdóttir 0,6%, Hildur Þórðardóttir 0,5% og Ari Jósepsson 0,2%. Enginn nefndi Elísabetu Jökulsdóttur og Benedikt Mewes.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun um fylgi forsetaframbjóðenda

MMR2016-04-27MMR kannaði fylgi við þá sem höfðu tilkynnt forsetaframboð dagana 22.-26. apríl sl. Ólafur Ragnar Grímsson mældist með 52,6%, Andri Snær Magnason með 29,4%, Halla Tómasdóttir 8,8%, Bæring Ólafsson* 1,7%, Hrannar Pétursson 1,7%, Elísabet Kristín Jökulsdóttir 1,4%, Sturla Jónsson 1,3%, Magnús Ingi Magnússon 1,1%, Ástþór Magnússon 0,8%, Guðrún Margrét Pétursdóttir 0,7%, Hildur
Þórðardóttir 0,4%, Ari Jósepsson 0,1% og Benedikt Kristján Mewes 0,0%.

Færðu inn athugasemd

Hrannar Pétursson dregur framboð sitt til baka

hrannarHrannar Pétursson sem boðað hafði framboð til embættis forseta Íslands lýsti því yfir í dag að hann drægi framboð sitt til baka. Ástæðuna sagði hann vera þá óvæntu ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig fram að nýju.

Frambjóðendur til forseta eru ellefu. Þeir eru Andri Snær Magnason, Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Benedikt Kristján Mewes, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir,  Hildur Þórðardóttir, Hrannar Pétursson, Magnús Ingi Magnússon, Ólafur Ragnar Grímsson og Sturla Jónsson.

Færðu inn athugasemd

Bæring Ólafsson hættur við forsetaframboð

bæringBæring Ólafsson hefur dregið framboð sitt til forseta Íslands til baka. Hann er fjórði frambjóðandinn sem dregur framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ákvað að sækjast að nýju eftir endurkjöri.

Frambjóðendur til forseta eru tólf. Þeir eru Andri Snær Magnason, Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Benedikt Kristján Mewes, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir,  Hildur Þórðardóttir, Hrannar Pétursson, Magnús Ingi Magnússon, Ólafur Ragnar Grímsson og Sturla Jónsson.

Færðu inn athugasemd

Alþingiskosningar verða í október n.k.

althAlþingiskosningar munu verða í október n.k. Þetta kom fram á fundi forystumanna ríkisstjórnarflokkanna með forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna í dag.

Færðu inn athugasemd

Páll Jóhann Pálsson ætlar ekki að gefa kost á sér áfram

palljohannPáll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram á kjarninn.is. en fjölmiðlinn spurði alla þingmenn og ráðherra að því hvort þeir ætluðu að bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum.

Flestir þingmenn svöruðu spurningunni játandi en auk Páls Jóhanns hafa Einar Kr. Guðfinnsson, Sigrún Magnúsdóttir og Katrín Júlíusdóttir gefið það út að þau sækist ekki eftir endurkjöri.

Þeir þingmenn sem ekki hafa gert upp hug sinn eru(9): Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstrihreyfingunni grænu framboði, Brynhildur Pétursdóttir Bjarti framtíð, Brynjar Níelsson Sjálfstæðisflokki, Guðmundur Steingrímsson Bjartri framtíð, Karl Garðarsson Framsóknarflokki, Lilja Alfreðsdóttir Framsóknarflokki (utanþingsráðherra), Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki, Róbert Marshall Bjartri framtíð,

Þeir þingmenn sem ekki vildu svara voru(6): Haraldur Einarsson Framsóknarflokki, Katrín Jakobsdóttir Vinstrihreyfingunni grænu framboði, Kristján L. Möller Samfylkingu, Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokki, Ögmundur Jónasson Vinstrihreyfingunni grænu framboði og Össur Skarphéðinsson Samfylkingu.

Ekki fengust svör frá þeim (8) Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Sjálfstæðisflokki, Höskuldi Þórhallssyni Framsóknarflokki, Illuga Gunnarsson Sjálfstæðisflokki, Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur Framsóknarflokki, Ragnheiði Elínu Árnadóttur Sjálfstæðisflokki, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni Framsóknarflokki, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur Samfylkingu og Vigdísi Hauksdóttir Framsóknarflokki.

 

Færðu inn athugasemd

Undirbúningur alþingiskosninga að hefjast

altpirvgUndirbúningur að komandi alþingiskosningum er að hefjast hjá stjórnmálaflokkunum. Vinstri grænir í Reykjavík hafa boðað til félagsfundar á morgun þar sem fyrir liggur tillaga um að skipuð verði uppstillingarnefnd til að raða á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Þá boðar kjördæmisráð Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi til fundar á sunnudag um fyrstu skref að kosningaundirbúningi. Þá segir í hálfsmánaðar gamalli frétt á heimasíðu Pírata að eftir fund fulltrúa svæðisfélaga flokksins sé ljóst að sátt sé um hvernig staðið skuli að prófkjörum og öðrum praktískum atriðum fyrir kosningar.

 

Færðu inn athugasemd

Haraldur Benediktsson sækist eftir efsta sætinu

harbenHaraldur Benediktsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sækist eftir að leiða lista flokksins í kjördæminu en Einar Kristinn Guðfinsson oddviti listans sækist ekki eftir endurkjöri. Þetta kemur fram á skessuhorn.is.

 

Færðu inn athugasemd

Heimir Örn Hólmarsson dregur framboð sitt til baka

heimirHeimir Örn Hólmarsson hefur dregið framboð sitt til forseta Íslands til baka. Hann er þriðji frambjóðandinn sem dregur framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ákvað að sækjast að nýju eftir endurkjöri.

Frambjóðendur til forseta eru þrettán. Þeir eru Andri Snær Magnason, Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Benedikt Kristján Mewes, Bæring Ólafsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir,  Hildur Þórðardóttir, Hrannar Pétursson, Magnús Ingi Magnússon, Ólafur Ragnar Grímsson og Sturla Jónsson.

Færðu inn athugasemd