Sarpur fyrir mars, 2016

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins uppfærður

Vegna komandi forsetakosninga hefur kosningavefur innanríkisráðuneytisins verið uppfærður.

Færðu inn athugasemd

Guðrún Margrét Pálsdóttir boðar forsetaframboð

gmpGuðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC hjálparstarfs hyggst gefa kost á sér til framboðs forseta Íslands.Áherslumál sín segir hún vera „… að við stönd­um sam­an og hjálp­umst að sem þjóð og för­um ham­ingju­leiðina, þ.e. að við hlú­um að rót­um okk­ar og vöx­um í trú, von og kær­leika.“ og gera það sem í hennar „valdi stend­ur til að stuðla að bætt­um kjör­um þeirra sem búa við skort á þessu landi nái ég kjöri,“ Guðrún Margrét hefur þegar safnað um 1.000 meðmælendum með framboði sínu.

Frambjóðendur til forseta eru þá orðnir þrettán. Þeir eru Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Bæring Ólafsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðmundur Franklín Jónsson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Heimir Örn Hólmarsson, Hildur Þórðardóttir, Hrannar Pétursson, Sturla Jónsson, Vigfús Bjarni Albertsson og Þorgrímur Þráinsson.

Færðu inn athugasemd

Hrannar Pétursson boðar forsetaframboð

hrannarHrann­ar Pét­urs­son fé­lags­fræðing­ur boðaði í morgun framboð sitt til embættis forseta Íslands. Hrannar hefur m.a. starfað fyrir Vodafone, Íslenska álfélaginu, sem fjölmiðlamaður og veitt ráðgjöf í upplýsinga- og samskiptamálum. Hrannar segir “ … að for­set­inn eigi að horfa fram á við. Hann á að vera  fram­sýnn og veita öðrum inn­blást­ur til góðra verka. Hann á að beita sér fyr­ir fram­förum, ný­sköp­un í at­vinnu­lífi, menn­ingu og mennt­un. Hann á að vera helsti talsmaður kynja­jafn­rétt­is í land­inu og bar­áttumaður fyr­ir bættri lýðheilsu. “

Forsetaframbjóðendur eru þá orðnir tólf talsins.  Þeir eru  Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Bæring Ólafsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðmundur Franklín Jónsson, Halla Tómasdóttir, Heimir Örn Hólmarsson, Hildur Þórðardóttir, Hrannar Pétursson, Sturla Jónsson, Vigfús Bjarni Albertsson og Þorgrímur Þráinsson.

Færðu inn athugasemd

Guðmundur Franklín Jónsson boðar forsetaframboð

GFJGuðmundur Franklín Jónsson stofnaði og var formaður stjórnmálaflokksins Hægri grænna en stýrir nú veitinga- og gistirekstri í Danmörku. Guðmundur ætlaði að leiða lista Hægri grænna í Suðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum en í ljós kom að hann var ekki kjörgengur. Í yfirlýsingu hans segir m.a. „… ætla ég að bjóða fram krafta mína og hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti til for­seta Íslands með þá ein­lægu von í hjarta, að geta þjónað fólk­inu í land­inu af auðmýkt og heiðarleika.“

 

Færðu inn athugasemd

Bæring Ólafsson boðar forsetaframboð

bæringBæring Ólafsson fv.forstjóri og framkvæmdastjóri Coca Cola Int. boðaði í dag framboð sitt til forseta Íslands. Í tilkynningu hans segir að hann telji að forseti eigi að vera óháður stjórnmálaöflum og hagsmunasamtökum til að geta tekið sjálfstæðar ákvaðanir er varða hagssmuni þjóðarinnar. Hann segist styðja aukið lýðræði, hvetja ungt fólk til menntunar og nýsköpunar, vill öflugt menningarlíf ásamt því að hann vill styðja og styrkja heilbrigðisstéttina og málefni aldraðra og öryrkja.

Bæring er tíundi einstaklingurinn sem boðar framboð til forseta Íslands. Aðrir eru  Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir, Halla Tómasdóttir, Heimir Örn Hólmarsson, Hildur Þórðardóttir, Sturla Jónsson, Vigfús Bjarni Albertsson og Þorgrímur Þráinsson.

Færðu inn athugasemd

Halla Tómasdóttir boðar forsetaframboð

HallaHalla Tómasdóttir tilkynnti á heimili sínu í dag að hún sæktist eftir embætti forseta Íslands. Halla hefur m.a. komið að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, verkefninu Auður í krafti kvenna, var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs 2006-2007 og er einn af stofnendum Auðar Capital. Halla sagði í dag að hún vildi búa í samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra. Hún talaði um mikilvægi menntunar og þess að virkja frumkvöðlakraft þjóðarinnar.

Halla er níundi einstaklingurinn sem boðað hefur forsetaframboð. Hinir eru  Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir, Heimir Örn Hólmarsson, Hildur Þórðardóttir, Sturla Jónsson, Vigfús Bjarni Albertsson og Þorgrímur Þráinsson.

Færðu inn athugasemd

Auglýsing um forsetakjör

faniGefin hefur verið út formleg auglýsing um forsetakjör þann 25. júní n.k. eins og lög gera ráð fyrir. Í auglýsingunni kemur einnig fram að forsetaframbjóðandi þarf að hafa minnst 1.500 meðmælendur en mest 3.000. Þeir eiga að skiptast á eftirfarandi hátt: Sunnlendingafjórðungur (Skaftárhreppur suðurum til að Hvítá í Borgarfirði) 1.215-2.430 meðmælendur, Vestfirðingafjórðungur (frá Hvítá í Borgarfirði um Vestfirði að Hrúafirði) 62-124 meðmælendur, Norðlendingafjórðungur (frá Hrúafirði í vestri að austurmörkum Tjörneshrepps) 163-326 og í Austfirðingafjórðungi (frá austurmörkum Tjörneshrepps til og með sveitarfélaginu Hornafirði) 60-120 meðmælendur.

Færðu inn athugasemd