Sarpur fyrir febrúar, 2016

Íslenska þjóðfylkingin stofnuð

islenskaNýr stjórnmálaflokkur, Íslenska þjóðfylkingin, hefur verið stofnuð eftir viðræður nokkurra einstaklinga á hægri væng stjórnmálanna eins og segir á facebook-síðu flokksins. Stjórnmálaflokkurinn Hægri grænir hafa gengið til liðs við flokkinn og þar með lagt flokk sinn niður.

Íslenska þjóðfylkingin vill meðal annars endurskoða aðild Íslands að EES og ganga úr Schengen samstarfinu. Þá vill flokkurinn almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána, hækkun persónuafsláttar og nýjan gjaldmiðil. Flokkurinn hafnar hugmyndum um fjölmenningu hér á landi og mun berjast gegn því að moskur verði reistar hér á landi. Þá verði lagt bann við búrkum og skólum íslamista hér á landi. Flugvöllurinn skal vera áfram þar sem hann er.

Í bráðabirgðastjórn flokksins eru þeir Helgi Helgason sem er í forsvari, Kjartan Örn Kjartansson og Guðmundur Jónas Kristjánsson. Allir voru þeir í framboði fyrir Hægri græna í síðustu alþingiskosningum en Helgi var áður í Frjálslynda flokknum.

Færðu inn athugasemd

Katrín Júlíusdóttir hættir á þingi eftir næstu alþingiskosningar

xsÞrátt fyrir að rúmlega eitt ár sé til næstu alþingiskosninga hefur Katrín Júlíusdóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi gefið það út að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. Katrín sem er varaformaður Samfylkingarinnar segir í bréfi sem birt hefur verið á Vísi.is að skorað hafi verið á hana að taka að sér frekari forystustörf í flokknum. Það verður varla skilið öðruvísi en einhverjir flokksmenn hafi skorað á hana að bjóða sig fram til formanns. Það segist hún hins vegar ekki vilja gera þar sem hún ætli ekki að halda áfram þingmennsku eftir næstu alþingiskosningar.

Færðu inn athugasemd