Ástþór Magnússon í forsetaframboð

astþorÁstþór Magnússon oft kenndur við Frið 2000 boðaði forsetaframboð sitt í dag. Þetta er í fjórða skipti sem Ástþór reynir fyrir sér í forsetaframboði. Hann hlaut 2,7% í kosningunum 1996 og 1,9% í kosningunum 2004. Í forsetakosningunum 2012 var framboð hans hins vegar úrskurðað ógilt vegna skorts á meðmælendum.

Yfirlýstir frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru þá orðnir þrír en í gær lýstu rithöfundarnir Þorgrímur Þráinsson og Elísabet Jökulsdóttir yfir framboði.

Stefán Jón Hafstein umdæmisstjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun í Úganda segist í fréttum í dag muni tilkynna á næstum vikum hvort hann fari í framboð. Þá hafa Hrannar Pétursson ráðgjafi, Halla Tómasdóttir fjárfestir, Sturla Jónsson vörubílstjóri, Ómar Valdimarsson almannatengill og Andri Snær Magnason rithöfundur sagst vera að hugsa málið. Katrín Jakobsdóttir formaður VG sagði hins vegar aðspurð um framboð: „Það hefur ekki verið á dagskrá.“

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: