Sarpur fyrir janúar, 2016

Jón Gnarr ekki í forsetaframboð

GnarrJón Gnarr dagskrárstjóri hjá 365 og fv.borgarstjóri lýsti því yfir í kvöld að hann ætlaði ekki í forsetaframboð en skorað hafði verið á hann að bjóða sig fram.

Sex hafa lýst yfir framboði. Það eru þau Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Sturla Jónsson og Þorgrímur Þráinsson.

Færðu inn athugasemd

Skeiða- og Gnúpverjahreppur heitir áfram Skeiða- og Gnúpverjahreppur

skeidÍ íbúakosningu um nafn á sveitarfélagið sem borið hefur heitið Skeiða- og Gnúpverjahreppur er lokið og liggja úrslit fyrir. Samkvæmt frétt á heimasíðu hreppsins voru voru 397 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 209 eða 52,6 % . Atkvæði féllu á þann vega að 111 kusu nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur (53,11 %), 45 kusu Þjórsárhrepp (21,53 %), 40 kusu Þjórsársveit (19,14 %) 8 kusu Þjórsárbyggð, Eystribyggð hlaut 2 atkvæði og Þjórsárbakkar og Eystri hreppur fengu sitt atkvæðið hvort. Einn seðill var ógildur. Það er því ljóst að sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur mun ekki skipta um nafn að svo stöddu.

Færðu inn athugasemd

Sturla Jónsson hefur lýst yfir forsetaframboði

sturlaSturla Jónsson vörubílstjóri hefur lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands. Þetta kom fram á facebook-síðu hans 4. janúar sl.

Sturla leiddi listann Sturla Jónsson K-listi í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 2013 og uppskar 222 atkvæði eða 0,6% atkvæða. Í kosningunum 2009 var Sturla oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en það framboð hlaut 700 atkvæði og tæplega 2% fylgi.

Sex hafa því lýst yfir framboði. Það eru auk Sturlu, þau Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Þorgrímur Þráinsson.

Færðu inn athugasemd

Forsetakosningar í stuttu máli

skjald– Kjördagur er laugardagurinn 25. júní
– Framboðsfrestur rennur út fimm vikum fyrir kjördag eða föstudaginn 20. maí
– Frambjóðandi þarf a.m.k. 1.500 meðmælendur með framboði sínu sem skiptast hlutfallslega milli landsfjórðunga. Í kosningunum 2012 var lágmark hvers fjórðungs sem hér segir:

  • Sunnlendingafjórðungur 1.206 (svæði frá Skaftárhreppi að austan, suður um norður að Hvítá í Borgarfirði)
  • Vestfirðingafjórðungur 66 (svæði frá Hvítá í Borgarfirði vestur um að Hrútafirði)
  • Norðlendingafjórðungur 166 (svæði frá Hrúafirði í vestri og að Reykjaheiði í Norðurþingi að austan).
  • Austfirðingafjórðungur 62 (svæði frá Norðurþingi austan Reykjaheiðar austur um til Sveitarfélagsins Hornafjarðar).

Færðu inn athugasemd

Árni Björn Guðjónsson dregur framboð sitt til baka

ArniBjornÁrni Björn Guðjónsson, sem tilkynnti um forsetaframboð, hefur dregið framboðið til baka. Hann segir í yfirlýsingu að sérstakar ástæður liggi að baka þessari ákvörðun

Það eru því fimm sem lýst hafa yfir framboði. Þau eru Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Þorgrímur Þráinsson.

Færðu inn athugasemd

Hildur Þórðardóttir og Ari Jósefsson í forsetaframboð

mynd1Í dag tilkynntu Hildur Þórðardóttir rifhöfundur og Ari Jósepsson „you-tube-stjarna“ um framboð til embættis forseta Íslands í dag.

Á facebook-síðu sinni segir Hildur „Þá er komið að því. Ég ætla að bjóða mig fram til forseta í sumar. Bókin sem ég er að skrifa, Framtíð Íslands, er til stuðnings framboðinu og vitundarvakning fyrir almenning um hvað við erum að fara í gegnum sem þjóð.“

Samkvæmt mbl.is segir í fréttatilkynningu frá Ara Jósepssyni að hann sé umburðarlyndur, með gott jafnaðargeð og góður í umræðum. Hann segist hafa allt sem þarf til að vera forseti Íslands.“

Yfirlýstir frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru þá orðnir sex en áður höfðu Árna Björn Guðjónsson, Ástþór Magnússon, Þorgrímur Þráinsson og Elísabet Jökulsdóttir lýst yfir framboði. Til að komast í framboð þurfa frambjóðendur að safna 1500 undirskriftum hið minnsta.

Færðu inn athugasemd

Árni Björn Guðjónsson í forsetaframboð

ArniBjornÁrni Björn Guðjónsson hefur með fréttatilkynningu boðað framboð sitt til forseta Íslands. Árni Björn, sem er 76 ára, var oddviti Kristilegrar lýðræðishreyfingar í Reykjavíkurkjördæmi í alþingiskosningunum 1995 sem hlaut 0,3% atkvæða og var einnig oddviti Kristilega lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi í alþingiskosningunum 1999 en flokkurinn hlaut 0,4% atkvæða. Árni Björn tók þátt í prófkjöri Vinstrihreyfingarinnar græns framboð fyrir alþingiskosningarnar 2009 en var ekki meðal efstu manna og ekki á lista flokksins við alþingiskosningarnar.

Yfirlýstir frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru þá orðnir fjórir en fyrir utan Árna Björn hafa Ástþór Magnússon, Þorgrímur Þráinsson og Elísabet Jökulsdóttir lýst yfir framboði.

Færðu inn athugasemd