Sarpur fyrir ágúst, 2015

Greidd atkvæði um nýtt nafn á Skeiða- og Gnúpverjahreppi

soggÁ fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þann 5. ágúst sl. var samþykkt ferli við kosningu á nýju nafni sveitarfélagins. Auglýst verður eftir tillögum að nafni á sveitarfélaginu og frestur til að skila inn tillögum til 20. október n.k. Greidd verða atkvæði um allt að 10 nöfn í tveimur umferðum ef ekkert nafn fær yfir 50% atkvæða í fyrri umferðinni. Í seinni umferð verður kosið um þau tvö nöfn sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferð. Miðað er við að fyrri atkvæðagreiðslan fari fram ekki seinna en 1.desember n.k. og seinni atkvæðagreiðslan, komi til hennar, ekki seinna en 15.desember.

Færðu inn athugasemd

Íbúakosning í Reykjanesbæ framundan

rnbRíflega fjórðungur (25,3%)  kosningabærra einstaklinga í Reykjanesbæ hafa farið fram á íbúakosningu um breytingar á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs kísilvers Thorsil. Samkvæmt reglum Reykjanesbæjar fer íbúakosning fram óski a.m.k. 25% eftir slíkri kosningu. Á mbl.is kemur fram að bæjarstjóri Reykjanesbæjar geri ráð fyrir að kosningin fari fram á þessu ári og stefnt sé að því að hún verði rafræn.

Færðu inn athugasemd

Sturla Jónsson íhugar forsetaframboð

sturlajonssonSturla Jónsson vörubílstjóri og baráttumaður segir á facebook-síðu sinni að hann sé að íhuga framboð til embættis forseta Íslands. Sturla var í 1.sæti á lista framboðsins „Sturla Jónsson K-listi“ í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu alþingiskosningum og hlaut þá 222 atkvæði eða 0,6% í kjördæminu (0,12% á landsvísu). Í kosningunum 2009 var hann í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn í sama kjördæmi en náði ekki kjöri.

Færðu inn athugasemd

Stjórnmálasamtök meðlagsgreiðenda og framfærsluþega í undirbúningi

mfStjórnmálasamtök meðlagsgreiðenda og framfærsluþega hefja undirbúning að stofnun flokks og boða framboð í næstu alþingiskosningum. Facebook-síðu stjórnmálasamtakanna er að finna á þessari slóð https://www.facebook.com/rettindi/timeline . Forsvarsmaður þessarra nýju stjórnmálahreyfingar er Gunnar Kristinn Þórðarsson formaður Samtaka meðlagsgreiðenda.

Færðu inn athugasemd

Yfirlit yfir kjördæmaskipun frá 1843

kjordamiKomið er á síðuna yfirlit yfir kjördæmaskipun á Íslandi frá 1843. Kjördæmafyrirkomulagið sem komst á 1843 hélt að stærstum hluta til 1959 þrátt fyrir að ýmsar breytingar hefðu verið gerðar á tímabilinu. Árið 1959 var kjördæmakerfinu gjörbylt þegar að kjördæmum fækkaði og þau stækkuðu. Aftur voru gerðir meiriháttar breytingar á kerfinu 2003 þegar kjördæmum var fækkað í sex.

Tengill á síðuna er að finna á https://kosningasaga.wordpress.com/althingiskosningar/kjordaemaskipun-fra-1843/

Færðu inn athugasemd

Þróun kosningaréttar til Alþingis

Tekið hefur verið saman yfirlit yfir þróun kosningaréttar til Alþingis frá 1843. Upphaflega voru kjorskilyrði kosningaréttar mjög ströng og var áætlað að aðeins um 2% landsmanna hafi haft kosningarétt. Þá komu þessi þröngu ákvæði m.a. í veg fyrir að nokkur gæti kosið í Vestmannaeyjum þar sem enginn í kjördæminu hafði kosningarétt.

Yfirlitið byggir að mestu leiti á á grein Sigurðar Líndal í Tímariti lögfræðinga árg.1963 1.tbl. bls.35-47. „Þróun kosningaréttar á Íslandi 1874-1963“ og Vísindavefnum „Hvenær fengu allir fullorðnir kosningarétt á Íslandi?“

Yfirlitið er að finna á slóðinni kosningasaga.wordpress.com/althingiskosningar/kosningarettur-til-althingis/

Færðu inn athugasemd

Íslenskir stjórnmálaflokkur í 100 ár

Tekið hefur verið saman yfirlit yfir íslenska stjórnmálaflokka síðastliðin tæp 100 ár.flokkar
Viðmiðunin að þessu sinni er upphaf stéttastjórnmála árið 1916 þegar að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru stofnaðir. Vitaskuld voru stjórnmálaflokkar til fyrir þann tíma og hugsanlega verða þeim gerð skil síðar.

Tengill á síðuna er https://kosningasaga.wordpress.com/althingiskosningar/islenski-stjornmalaflokkar-yfirlit/ 

Leiðréttingar og ábendingar eru vel þegnar á netfangið sigarn@hotmail.com.

Færðu inn athugasemd