Sarpur fyrir maí, 2014

Framboðsfréttir dagsins

rvkMorgunblaðið og Fréttablaðið birtu bæði skoðanakannanir í morgun vegna Reykjavíkur. Báðar kannanirnar sýna verulega fylgisaukningu Samfylkingarinnar en það liggur á bilinu 35,5%-37,3% sem myndi duga flokknum til allt að 6 borgarfulltrúum.

Sjálfstæðisflokkur mælist með 21-22% og fengi 3 borgarfulltrúa. Flokkurinn myndi tapa 11% og 2 borgarfulltrúum.

Björt framtíð mælist með 19-20% og virðist fylgi flokksins vera að dragast saman. Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi flokkurinn tapa þremur borgarfulltrúum og 15-16% fylgi Besta flokksins.

Framsókn og flugvallarvinir mælast með 5,5% í skoðanakönnun Morgunblaðsins en með ríflega 9% í könnun Fréttablaðsins. Í báðum könnunum er flokkurinn með borgarfulltrúa inni, örugglega í Fréttablaðskönnuninni en naumlega í Morgunblaðskönnuninni.

Píratar virðast eins og Björt framtíð vera að missa fylgi. Þeir mælast nú með 7-7,5% á móti 8-10% fyrr í mánuðinum. Þeir myndu fá einn borgarfulltrúa.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með í kringum 6% sem er tap upp á rúmt prósent frá síðustu kosningum og þýðir að flokkurinn er á mörkum þess að ná inn borgarfulltrúa.

Dögun mælist með 0,8% og 1,6%. Alþýðufylkingin mælist með 0,3 báðum könnunum. Báðir flokkarnir eru langt frá þvi að ná inn manni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

rvkNý könnun í Reykjavík. MMR birti í dag nýja skoðanakönnun. Samfylkingin mælist með tæplega 30% fylgi og myndu bæta við sig ríflega 10% fylgi og tveimur borgarfulltrúum og myndi samkvæmt könnuninni fá 5 borgarfulltrúa.

Björt framtíð mælist með 24% fylgi og tapar tæpum 11% frá fylgi Besta flokksins fyrir fjórum árum. Björt framtíð fengi 4 borgarfulltrúa og tapar 2 frá 2010.

Sjálfstæðisflokkur mælist með 21% og tapar 12,5% frá síðustu kosningum og mælist með 3-4 borgarfulltrúa en hafði fimm borgarfulltrúa í síðustu kosningum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 9% og bætir við sig tæpum 2% og heldur sínum borgarfulltrúa.

Píratar mælast með 8% og 1 borgarfulltrúa. Framsóknarflokkur mælist nú með 5,3% sem er með því mesta sem flokkurinn hefur mælst með og er hann jafn fjórða manni Sjálfstæðisflokks um að verða ná fimmtánda manninum í borgarstjórn. Dögun mælist með 2,6% og Alþýðufylkigin 0.2%.

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

KópavogurSkoðanakönnun í Kópavogi. Fréttablaðið birtir í dag skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Kópavogi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstu með ríflega 31% fylgi. Það er lítillega meira fylgi en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum og fengi hann 4 bæjarfulltrúa áfram. Fjórði bæjarfulltrúi flokksins er hins vegar næstsíðastur inn. Í könnun Morgunblaðsins um miðjan mánuðinn mældist Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 40% fylgi.

Samfylkingin mælist með tæplega 21% fylgi og tapar 7% frá síðustu kosningum og fengi 2 bæjarfulltrúa og tapaði einum.

Björt framtíð mælist með ríflega 16% fylgi sem er aðeins minna en í könnun Morgunblaðsins og fengi 2 bæjarfulltrúa.

Framsóknarflokkur er með 10% fylgi sem er 3% meira en í síðustu kosningum og tvöföldun á fylgi frá könnun Morgunblaðsins fyrr í mánuðnum. Flokkurinn héldi sínum bæjarfulltrúa.

Vinstrihreyfingin grænt framboð fengi ríflega 8% sem tap upp á 1,5% en héldi sínum bæjarfulltrúa.

Píratar mælast með 7,6% sem er mun minna en í Morgunblaðskönnuninni en dugir þeim fyrir 1 bæjarfulltrúa en hann er samkvæmt könnuninni síðastur inn.

Næstbestiflokkurinn og sundlaugarvinir mælast með 4%, tapa tæplega 10% frá síðustu kosningum og missa sinn bæjarfulltrúa.

Dögun og umbótasinnar mælast með 0,7% fylgi.

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

 

AkureyriSkoðanakönnun á Akureyri. Vikudagur á Akureyri birtir skoðanakönnun fyrir Akureyri í dag. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með 20,6% sem er fylgisaukning frá síðustu kosningum upp á ríflega 7%. Yrðu þetta úrslit kosninga myndi flokkurinn hljóta 3 bæjarfulltrúa og bæta við sig tveimur.

Sjónarmun á eftir Sjálfstæðisflokknum kemur L-listi Bæjarlistans með 20% og bæjarfulltrúa. Um er að ræða sameiginlegt framboð A-lista og L-lista frá síðustu kosningum og tapar listanir samtals 33,6% atkvæða og fimm bæjarfulltrúum.

Framsóknarflokkurinn mælist með 17% og 2 bæjarfulltrúa sem er bæting upp á 4% og einn bæjarfulltrúa.

Samfylkingin bætir einnig við sig, fer úr 10% í 14,4% og fær 1 bæjarfulltrúa í stað eins áður.

Björt framtíð mælist með rúm 13% og fengi 1 bæjarfulltrúa. Flokkurinn hefur hrapað nokkuð skarpt í skoðanakönnunum í maí en í skoðanakönnun Morgunblaðsins í byrjun maí var flokkurinn með 20% og með 18% í könnun Fréttablaðsins um miðjan mánuðinn.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 12% sem er 1,5% meira en í síðustu kosningum og dugar fyrir 1 bæjarfulltrúa. Dögun mælist með tæplega 3% fylgi og langt frá því að ná inn manni.

Samkvæmt þessari skoðanakönnun er þriðji maður Sjálfstæðisflokks síðastur inn en næstir honum eru þriðji maður L-lista og annar maður Bjartrar framtíðar.

HafnarfjSkoðanakönnun í Hafnarfirði. Fréttablaðið birti skoðanakönnun fyrir Hafnarfjörð í dag.

Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkur stærstur með 28% og fengi 4 bæjarfulltrúa, tapaði einum og 9% fylgi.

Samfylkingin mælist með 25,5% tapar rúmum 15% af fylginu frá 2010, fengi 3 bæjarfulltrúa og tapaði tveimur.

Björt framtíð og Píratar buðu ekki fram 2010 en fá nú umtalsvert fylgi. Björt framtíð hlýtur tæp 17% og fengi 2 bæjarfulltrúa og Píratar mælast með tæp 13% og fengju 1 bæjarfulltrúa.

Vinstrihreyfingin grænt framboð heldur sínum bæjarfulltrúa þrátt fyrir að missa ríflega 4% fylgi en flokkurinn mælist með 10% nú.

Framsóknarflokurinn er með litlu minna fylgi en 2010 en nær ekki inn bæjarfulltrúa en vantar hins vegar innan við 0,5% til að ná inn manni á kostnað Sjálfstæðisflokks.

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

ReykjavíkNý könnun í Reykjavík. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Reykjavík bætir Samfylkingin við sig rúmum 15% og 3 borgarfulltrúum, fengi 34% og 6 borgarfulltrúa.

Björt framtíð (Besti flokkurinn) er með 22% fylgi sem myndi færa flokknum 4 borgarfulltrúa, rúmum sjónarmun á undan Sjálfstæðisflokki. Þetta þýðir fylgistap upp á rúmlega 12% og að flokkurinn missir 2 borgarfulltrúa. Meirihluti Bjartar framtíðar/Besta flokksins og Samfylkingar hlyti því öruggan meirihluta áfram með 10 af 15 borgarfulltrúum en hafa samanlagt 9 í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,5% sem er sögulega líklega minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í Reykjavík. Það þýðir aðeins 3 borgarfulltrúa og flokkurinn missir því 2 frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkinn vantar innan við 1% til að ná inn sínum fjórða manni á kostnað Bjartar framtíðar.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 6,3% og tapar tæpu 1% frá síðustu kosningum og heldur sínum borgarfulltrúa.

Píratar mælast með ríflega 9% og fá samkvæmt könnuninni 1 borgarfulltrúa. Þeir þurfa að bæta við sig ríflega 1,5% til að ná inn öðrum manni.

Framsóknarflokkur mælist með 3% og vantar því 2,5% til að ná inn manni. Dögun mælist með 2% og Alþýðufylkingin rúmlega hálft prósent.

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

SeltjarnarnesSkoðanakönnun á Seltjarnarnesi. Morgunblaðið birtir skoðanakönnun vegna Seltjarnarness í morgun. Könnunin sýnir yfirburðafylgi Sjálfstæðisflokks sem mælist með 66% sem myndi þýða að flokkurinn bætti við sig 8% og einum bæjarfulltrúa, fengi 6 af 7 bæjarfulltrúum á Seltjarnarnesi.

Samfylkingin mælist með tæplega 21%, bætir við sig 5% og fengi 1 bæjarfulltrúa og vantar innan við 2% til að bæta við sig öðrum bæjarfulltrúa.

Neslistinn mælist með 9,4% og tapar ríflega helmingi fylgis síns frá 2010 og eina bæjarfulltrúa sínum. Neslistinn vantar hins vegar innan við 2% til að halda sínum manni.

Framsóknarflokkur og óháðir mælast með 3,3% sem er um helmingur þess sem flokkurinn hlaut í kosningunum 2010.

Fimmti maður Sjálfstæðisflokks er inni á 13,2% og því þyrftu Neslistinn og Samfylking að bæta við sig allnokkru fylgi þannig að hann yrði í hættu.

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

 

ÁrborgSkoðanakönnun í Árborg. Sjálfstæðisflokkurinn missir meirihluta sinn í Árborg samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Það er í samræmi við skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 35% fylgi og fengi 4 bæjarfulltrúa. Flokkurinn tapar því um 15% frá kosningunum 2010.

Framsóknarflokkur mælisti með tæplega 23% fylgi og bætir við 3% og fengi 3 bæjarfulltrúa.

Samfylkingin mælist með 15% fylgi, tapar tæpum 5% og fengi 1 bæjarfulltrúa.

Björt framtíð er með tæp 15% og fengi einn bæjarfulltrúa. Vinstrihreyfingin grænt framboð er með 7,3% og missir sinn bæjarfulltrúa. Litlu munar á þriðja manni Framsóknarflokks, fyrsta manni Vinstri grænna og öðrum manni Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.

MosfellsbærSkoðanakönnun í Mosfellsbæ. Samkvæmt skoðanakönnun sem Morgunblaðið birtir í dag fær Sjálfstæðisflokkurinn öruggan meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.Flokkurinn mælist með tæplega 56% fylgi en var með tæð 50% í síðustu kosningum. Vegna mikilla dreifingar á fylgi annarra framboða í bænum myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 7 af 9 bæjarfulltrúum.

Samfylkingin mælist með 15% fylgi sem er 3% meira en í síðustu kosningum. Flokkurinn myndi samkvæmt þessu fá 1 bæjarfulltrúa og vera nálægt því að fá annan á kostnað Sjálfstæðisflokks.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 12% sem er svipað og í síðustu kosningum fengju 1 bæjarfulltrúa.

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ er með ríflega 6% og tapar samkvæmt því 9% og vantar að endurheimta 2-3% til að ná kjörnum bæjarfulltrúa.

Framsóknarflokkurinn og Mosfellslistinn mælast með 4,4% og 5% og þurfa því að bæta við sig í kringum 4% til að ná kjörnum bæjarfulltrúa.

Færðu inn athugasemd