Sarpur fyrir janúar, 2014

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Á morgun, laugardaginn 1. febrúar, fer fram prókjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Tíu gefa kost á sér. Oddviti listans, Valdimar Svavarsson, gefur ekki kost á sér og því er barátta um efsta sæti listans.

Eftir fyrsta sætinu sækjast þeir fjórir bæjarfulltrúar flokksins sem áhuga hafa á því að halda áfram. Rósa Guðbjartsdóttir og Kristinn Andersen sem skipuðu 2. og 3. sætið 2010 segjast sækjast eftir 1. sætinu eingöngu. Geir Jónsson og Helga Ingólfsdóttir sem skipuðu 4. og 5. sætið síðast segjast sækjast eftir 1.-3. sæti listans.  Ólafur Ingi Tómasson varabæjarfulltrúi sem var í 6. sæti síðast sækist eftir 2. sæti og það gera einnig þær Unnur Lára Bryde sem var í 13. sæti og Kristín Thoroddsen. Skarphéðinn Orri Björnsson sækist eftir 3. sæti. Þá sækjast þeir Pétur Gautur Svavarsson og Sævar Már Gústavsson eftir 4. sætinu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Framboðsfrétti dagsins

Píratar í Reykjanesbæ stofnuðu félag í kvöld og samþykktu að skoða með framboð í kosningunum í vor.

Aðalsteinn Jónsson bæjarfulltrúi og íþróttakennari sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Anný Berglind Thorstensen markaðsfræðingur sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, kennari og lýðheilsufræðingur sækist eftir 3. sæti á lista  Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

Hjörtur Narfason framkvæmastjóri sækist eftir 1.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Kristján Jóhannesson, verkfræðingur sækist eftir 2.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Elías Gunnar Þorbjörnsson skólastjóri sækist eftir 3.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Kristján F. Árnason sjálfstæður atvinnurekandi sækist eftir 3.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir laganemi sækist eftir 4.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Ármann Sigurðsson sjómaður sækist eftir 5.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksin á Akureyri.

Fjalar Freyr Einarsson grunnskólakennari sækist eftir 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

Framsóknarflokkurinn í Skagafirði ákvað á fundi í kvöld að viðhafa uppstillingu við val á lista.

Guðmundur Pétursson húsasmiður sækist eftir 5.-7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

Níu bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík sem fram fer 8. febrúar n.k. Þau eru:
1.sæti: Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður, Jón Emil Halldórsson byggingatæknifræðingur og Jóna Rut Jónsdóttir grunnskólakennari.
2.sæti: Guðmundur Pálsson, bæjarfulltrúi
3.sæti: Davíð Ómar Ómarsson verkstjóri og Gunnar Ari Harðarson sjómaður.
3.-5.sæti: Þórunn Svava Róbertsdóttir þroskaþjálfi.
4.sæti: Klara Halldórsdóttir sölustjóri.
4.-5.sæti Sigurður Guðjón Gíslason viðskiptafræðingur

Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði ákvað í kvöld að viðhafa uppstillingu við val á lista.

Jóhann Ísberg býður sig fram í 2-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Einar Þórarinn Magnússon bæjarfulltrúi og útvegsbóndi gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.

Jóhann Snorri viðskiptafræðingur sækist eftir 5.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Ísak Ernir Kristinsson gefur kost á sér í 5.- 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

Allt stefnir í framboð Bjartrar framtíðar á Akureyri í vor, en stofnfundur félags BF á Akureyri er boðaður 4.febrúar n.k.  Eins og þekkt er listabókstafur Bjartrar framtíðar A en A var listabókstafur Bæjarlistans á Akureyri í síðustu sveitarstjórnarkosningunum.

Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins, gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð stillir upp á lista. Jens Garðar Helgason, Valdimar O. Hermanns og Sævar Guðjónsson bæjarfulltrúar flokksins gefa kost á sér áfram.

Vestmannaeyjalistinn í Vestmannaeyjum stillir upp á lista. Að Vestmannaeyjalistanum standa Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og óháðir.

Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri og forseti bæjarstjórnar gefur kost á sér í 2.sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

Alþýðufylkingin sem bauð fram í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu Alþíngiskosniningum fer líklega fram í komandi borgarstjórnarkosningum.

Svafar Helgason sjálfstætt starfandi í grafík býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavík.

Píratar stofnuðu félag í Hafnarfirði í gær og ákváðu jafnframt að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Ellefu framboð bárust hjá Vinstrihreyfinguna grænu framboði í Reykjavík, en valfundur verður haldinn 15.febrúar. Þeir eru: Birna Magnúsdóttir, starfsmaður Strætó bs., Elín Oddný Sigurðardóttir, félagsfræðingur, Elín Vigdís Ólafsdóttir, kennari, Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglumaður, Gísli Garðarsson, háskólanemi, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri, Hermann Valsson, íþróttakennari, Líf Magneudóttir, kennari, Ragnar Auðun Árnason, framhaldsskólanemi, Ragnar Karl Jóhannsson, mannauðsstjóri og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi.

Gísli Garðarsson háskólanemi gefur kost á sér í 3. – 4. sæti í félagsfundarvali Vinstri grænna í Reykjavík.

Færðu inn athugasemd