Sarpur fyrir desember, 2013

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði rann út 19. desember sl. Valdimar Svavarsson bæjarfulltrúi og oddviti flokksins í bæjarstjórn gefur ekki kost á sér. Aðrir bæjarfulltrúar flokksins, þau Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Geir Jónsson og Helga Ingólfsdóttir gefa hins vegar kost á sér. Það gerir einnig fyrsti varamaður flokksins Ólafur Ingi Tómasson. Aðrir frambjóðendur eru: Kristín Thoroddsen, Pétur Gautur Svavarsson, Skarphéðinn Orri Björnsson, Sævar Már Gústavsson og Valdimar Víðisson,

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

L-listinn á Akureyri og Björt framtíð hafa átt í þreifingum um sameiginlegt framboð í vor. Samkvæmt Akureyri Vikublaði mun ekki verða af sameiginlegu framboði þeirra í vor. Gert er ráð fyrir framboði Bjartar framtíðar á Akureyri í vor.

Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi rann út í dag. Gunnar I. Birgisson fv.bæjarstjóri og núverandi bæjarfulltrúi gefur ekki kost á sér. Aðrir bæjarfulltrúar flokksins þau Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Björnsdóttir og Aðalsteinn Jónsson gefa kost á sér áfram. Þá gefa varafulltrúarnir Karen E. Halldórsdóttir og Jóhann Ísberg kost á sér. Aðrir frambjóðendur í prófkjörinu eru: Andri Steinn Hilmarsson, Anný Berglind Thorstensen, Ása Inga Þorsteinsdóttir, Áslaug Telma Einarsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Gunnlaugur Snær Ólafsson, Hjördís Ýr Johnson, Jón Finnbogason, Kjartan Sigurgeirsson, Lárus Axel Sigurjónsson, Margrét Friðriksdóttir, Sigurður Sigurbjörnsson og Þóra Margrét Þórarinsdóttir.

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

Daníel Jakobsson bæjarstjóri á Ísafirði gefur kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði.

Á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Garðabær þann 16. desember var ákveðið að stillt skyldi upp á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Sjálfstæðisflokkurinn á Ísafirði efnir til prófkjör þann 8. febrúar n.k. til að velja á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur er til 27. desember.

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi efnir til prófkjör þann 8. febrúar n.k. til að velja á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur er til 19. desember.

Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík verður dagana 7.-8. febrúar n.k. Framboðsfrestur er til 17. janúar.

Vinstri grænir á Akureyri hafa ákveðið að halda sérstakan valfund um miðjan febrúar til að velja í fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Færðu inn athugasemd

Sjálfstæðisflokkur í Hafnarfirði með lokað prófkjör

Ákveðið hefur verið að viðhafa lokað prófkjör þann 1.febrúar n.k.  til að velja á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur er til 19. desember n.k.

Færðu inn athugasemd

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Grindavík

Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík hefur ákveðið að viðhafa prófkjör til að velja frambjóðendur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur er til 17. janúar.

Færðu inn athugasemd

Samfylking í Ísafjarðarbæ vill skoða Í-listasamstarf

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ hefur samþykkt að fela stjórn félagsins að kanna möguleika á áframhaldandi samstarfi um Í-lista, til framboðs við sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor.

Færðu inn athugasemd

Píratar bjóða fram í Reykjavík

Píratar hafa tekið formlega ákvörðun um framboð til borgarstjórnar í Reykjavík. Framboðslistinn verður tilkynntur eftir áramót.

Færðu inn athugasemd

Listi Bjartar framtíðar í Reykjavík

Björt framtíð hefur birt 16 efstu sætin á lista flokksins fyrir  borgarstjórnarkosningarnar í vor. Allnokkur endurnýjun er á listanum en eins og áður hefur komið fram mun Jón Gnarr borgarstjóri ekki gefa kost á sér. Einar Örn Benediktsson, Karl Sigurðsson og Páll Hjaltason borgarfulltrúar færast langt niður listann. Af borgarfulltrúuum Besta flokksins sem rann inn í Bjarta framtíð eru það aðeins Elsa Yeoman og Eva Einarsdóttir sem halda áfram. Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og varaborgarfulltrúi mun leiða listann. Listinn er sem hér segir:

1. Björn Blöndal – aðstoðarmaður borgarstjóra og tónlistarmaður.
2. Elsa Yeoman – forseti borgarstjórnar og húsgagnasmiður.
3. Ilmur Kristjánsdóttir – leikkona.
4. Eva Einarsdóttir – borgarfulltrúi.
5. Ragnar Hansson – leikstjóri.
6. Magnea Guðmundsdóttir – arkitekt.
7. Kristján Freyr Halldórsson – bóksali og tónlistarmaður.
8. Margrét Kristín Blöndal – varaborgarfulltrúi og tónlistarmaður.
9. Heiðar Ingi Svansson – bókaútgefandi.
10. Diljá Ámundadóttir – varaborgarfulltrúi.
11. Barði Jóhannsson – tónlistarmaður.
12. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir – kennari.
13. Páll Hjaltason – bogarfulltrúi og arkitekt.
14. Hjördís Sjafnar – framkvæmdarstjóri.
15. Einar Örn Benediktsson – borgarfulltrúi og tónlistarmaður.
16. Karl Sigurðsson – borgarfulltrúi og tónlistarmaður.

Færðu inn athugasemd

Framsókn í Árborg fyrst með lista

Framsóknarflokkurinn í Árborg hefur samþykkt framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta mun vera fyrsti heili framboðslistinn sem samþykktur hefur verið fyrir komandi kosningar. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn einn bæjarfulltrúa, Helga Haraldsson, sem leiðir listann áfram.  Listinn er sem hér segir:

1. Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi og svæðisstjóri, Selfossi
2. Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi og sálfræðingur, Óseyri
3. Ragnar Geir Brynjólfsson, kerfisstjóri og framhaldsskólakennari, Selfossi
4. Karen Karlsdóttir Svendsen, leiðbeinandi og háskólanemi, Selfossi
5. Guðrún Þóranna Jónsdóttir, sérkennari, Selfossi
6. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Selfossi
7. Gissur Kolbeinsson, fulltrúi hjá BHM, Selfossi
8. Björgvin Óli Ingvarsson, trésmiður og sjúkraflutningamaður, Geirakoti
9. Renuka Perera, veitingakona, Tjarnarbyggð
10. Björn Harðarson, bóndi, Holti
11. Guðbjörg S. Kristjánsdóttir, grunnskólakennari, Selfossi
12. Arnar Elí Ágústsson, sölustjóri, Tjarnarbyggð
13. Sylwia Konieczna, matráður, Selfossi
14. Þórir Haraldsson, lögfræðingur, Selfossi
15. Jón Ólafur Vilhjálmsson, stöðvarstjóri, Selfossi
16. Sigrún Jónsdóttir, þjónustufulltrúi, Selfossi
17. Ármann Ingi Sigurðsson, tæknimaður, Selfossi
18. Margrét Katrín Erlingsdóttir, löggiltur bókari, Stóra-Aðalbóli

Færðu inn athugasemd

Framboðsfréttir dagsins

Þrír hafa lýst yfir framboði í efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Það eru þau Sigurjón Jónsson, formaður ungra framsóknarmanna í Kópavogi, Una María Óskarsdóttir, formaður Freyju – félags framsóknarkvenna, og Kristinn Dagur Gissurarson, formaður Framsóknarfélags Kópavogs. Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi hafði áður gefið út að hann sækist ekki eftir endurkjöri.

Á fundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Kópavogi í gærkvöldi var ákveðið að stilla upp á framboðslista Framsóknarflokksins sem boðinn verður fram í sveitarstjórnarkosningum 2014.

Sigurður Rúnarsson, 39 ára kerfisfræðingur, gefur kost á sér í 2. til 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík,

Færðu inn athugasemd